Hrokin fylgir oft ráðamönnum

  • Dónaskapur og persónuárásir SDG á fréttamann Rúv eru alls ekki einstakt tilvik.
Sláandi líkindi eru sem dæmi með umræddustu uppákomu augnabliksins og þessu augnabliki hér, (rimman hefst eftir ca 2 mín) nokkru fyrir hrun þegar forsætisráðherra þjóðarinnar snappar vegna góðra og beittra spurninga og hjólar í persónu fréttamannsins.
 
„Ert þú að rífast við mig, drengur?“ Því miður var þetta viðtal ekki sýnt í kvöldfréttum Rúv. Það hefði sannarlega verið afhjúpandi.
 
Ég met mikla almannahagsmuni af því að alþjóð hefði verið sýnt hvaða mann Geir Haarde hafði að geyma undir skelinni á þessum tíma. Ég hafði samband við fréttamanninn þegar ég skrifaði um þessa snerru í Mannorðsmorðingjum?, kennslubók í blaðamennsku fyrir meistaranema við HÍ.
 
Við fréttamaðurinn urðum sammála um að þetta hefði átt að fara í loftið eins og svo margt annað sem var stungið undir stól vegna valdamunar frekra pólitíkusa og fréttamanna.
 
Með viðtali gærdagsins er fædd ný von um að framvegis fari allt upp á borðið. Ég hef árum saman kynt undir mikilvægi þess að fréttamenn sýni hugrekki og sjálfstæði í starfi sínu og Mannorðsmorðingjar? fjallar einmitt um það.

Skoðið taktana. Gamalkunnir?

Björn Þorláksson

Geir H. Haarde var ósáttur við að spurður um evruna snemma árs 2007 og mátti ekki heyra á það minnst að ekki væri nægilegt aðhald í ríkisrjármálum.
YOUTUBE.COM
 
 
 

mbl.is Segir RÚV glíma við þráhyggju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hæ meiri, þyngd og meira yndi

  • Jólaþáttur Nigellu Nigella Xmas Special 15/12/2016 - 20:05
    *
  • Það ótrúlegt, að nú á síðustu og bestu tímum eru matreiðsluþættir í sjónvarpi með vinsælustu þáttum sjónvarpsstöðvanna.

Fólk horfir á þættina með munnkirtlana á fullu og sannar þar kenningu Ivan Petrovich Pavlov, nóbelsverðlaunahafa í lífeðlisfræði um skilyrðingu.

En þetta verður að teljast undarlegt á tímum þegar þjóðin þyngist ótrúlega ört og stór hluti fólks sem maður mætir á götu eða hvar sem er í gríðarlegri yfirþyngd.

Maður veltir því fyrir sér hvers vegna RÚV leggi ekki áherslu á að sýna matreiðsluþætti þar sem lögð er áherslu á hollan mat, án ofsykrunar á mat.

Er það kanski vegna þess, að einhverstaðar á bak við tjöldin eru fjölþjóðafyrirtæki sem kosta svona áróðursþætti fyrir ofneyslu á sykri? Eða vegna þess að lífeðlisfræðingurinn var Rússi?

Mynd frá Kristbjörn Árnason.

mbl.is Konfektgerð mæðgnanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mér finnst þessi háttsemi Framsóknarmannsins vera siðleysi

  • Hann fór í framboð fyrir ákveðinn stjórnmálaflokk til Alþingis. Hann er kosinn á þing og bæði kjósendur hans og aðrir eiga þá kröfu á þennan mann að hann mæti í þessa vinnu sína.

Það má vel vera að hann sé reiður út í einhverja í Framsóknarflokknum, einhverja sem eru á Alþingi og eða þá sem ekki kusu hann nú en gerðu í síðustu kosningum.

sigmundur davíð 1

Það má einnig vera að hann sé reiður út í RÚV vegna þess að miðillinn kóaði ekki með honum. Miðillinn tók ekki þátt í því að hylma yfir með honum. 

Sigmundur Davíð væri maður af meiri ef hann mætti til þings og ræki sínar skyldur þar við kjósendur sína og þjóð sem greiðir honum laun til að sinna því hlutverki að vera þingmaður.

Það hljóta að vera til reglur um það, þegar þingmaður sem hættir að mæta til þings eigi að hætta að fá greidd laun sem slíkur. Það hlýtur að vera eðlilegt að næsti maður á lista Framsóknarmanna í þessu kjördæmi taki við.

Það verður enginn var við reiði hjá RÚV nema Sigmundur Davíð sjálfur.


mbl.is „Voðaleg reiði er þetta í Ríkisútvarpinu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. desember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband