Ferðaþjónustan vill eins og áður þiggja styrki af þjóðinni

  • Það er ekki hægt annað en að fagna því, að viðskiptamenn ferðaþjónustu-fyrirtækjanna skuli eiga að greiða sama virðisaukaskatt og íslendingar gera almennt
    *
  • Verði þannig látnir taka aukinn þátt í að greiða kostnað sem af veru þeirra hlýst í landinu.

Mikið hefur verið rætt um það á síðustu vikum að Ísland sé orðið eitt dýrasta ferðamannaland í heimi.

Engum dettur í hug, að á Íslandi er þjóð sem býr við þessa dýrtíð. Íslendingar eru löngu hættir að geta ferðast um sitt eigið land.

Ég hef enga trú á því að ferðaþjónustufyrirtækin geti hækkað verð sín þótt virðsaukaskatturinn verði aukinn.

Það er örugglega óeðlilega mikil álagning á þeirri þjónustu sem erlent ferðafólk kaupir á Íslandi. En ferðafólki má gjarnan fækka verulega.

Fjörutíu prósenta verðhækkun verður hjá sumum ferðaskrifstofa á ferðum innanlands næsta vetur.
 
Framkvæmdastjóri ferðaskrifstofu segir að styrking krónunar muni draga úr eftirspurn ferðamanna og fækka störfum í greininni. Hann furðar sig á að…
RUV.IS
 

mbl.is Taka skattahækkunum ekki þegjandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverjum skal trúa?

Steingrímur Ari Arason, sem sagði sig úr einkavæðinga-nefnd við einkavæðingu bankanna árið 2002, segir að Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson hafi verið allsráðandi þegar ákveðið var hverjir fengu að kaupa hlut ríkisins í Landsbankanum og Búnaðarbankanum.

Steingrímur Ari

Steingrímur Ari sagði sig úr framkvæmdanefnd um einkavæðingu þegar ákveðið var að ganga til samninga við Samson um kaup á Landsbankanum, en hann taldi aðra tilboðsbjóðendur sniðgengna enda þótt þeir hefðu boðið betur en Samson.

„Ég hef setið í framkvæmdanefnd um einkavæðingu frá 1991 og hef aldrei kynnst öðrum eins vinnubrögðum,“ sagði Steingrímur Ari í frægu afsagnarbréfi sínu.

Hann hefur ekkert tjáð sig um afsögn sína þar til hann gerði það fyrir rannsóknarnefnd Alþingis um bankahrunið.  Hann var svo í viðtali í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun.

Í viðtalinu sagði Steingrímur Ari að nefndin hefði viljað vinna eftir ákveðnum reglum, en þær verið sniðgengnar.

“ Við vildum vinna eftir reglum, þannig að það yrði hafið yfir vafa hvað við værum að gera. Smám saman voru reglurnar svo settar til hliðar,“ sagði Steingrímur Ari.

Hann gerði athugasemdir við að Samson hafi fengið að setja fyrirvara um að fá vitneskju um hve há fjárhæð væri í afskriftarsjóði Landsbankans.

Aðrir hafi ekki fengið þessar upplýsingar, en ef þeir fengju þennan afslátt yrði þeirra verðtilboð lægra en keppinautanna. Hann bendir á að ríkið var þegar orðið minnihlutaeigandi á þessum tíma, Landsbankinn orðið almenningshlutafélag og það stæðist ekki reglur að gefa þessar upplýsingar.

„Svona eftir þá, þá hugsar maður að þarna fær væntanlegur eigandi að fara inn í bankann með óeðlilegum hætti, að mínu mati,“ sagði Steingrímur Ari í viðtalinu og rifjar upp að hafa mótmælt þessu innan nefndarinar.

„Því var bara hafnað. Skilaboðin sem ég fékk voru að það væri bara búið að taka ákvörðun að semja við Samson. Ég fékk enga skýringu á því, nema mönnum bara lá á,“ segir hann.

Aðspurður sagðist Steingrímur hafa tilkynnt Geir H. Haarde, þáverandi fjármálaráðherra, frá þessari ákvörðun sinni.

Viðbrögð hans voru, einsog fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndarinnar, að hann vísaði málinu alfarið á Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra. Hann ræddi þó afsögn sína ekki við Davíð Oddsson.

„Ég fékk það mjög sterklega á tilfinninguna – og það gerði Valgerður líka – að það væru í raun Davíð og Halldór sem réðu ferðinni, þarna sem áður í mörgum málum,“ sagði Steingrímur Ari.

Á þessum tíma var starfandi ráðherranefnd um einkavæðingu bankanna, en í henni sátu Davíð Oddson, Halldór Ásgrímsson, Geir H. Haarde og Valgerður Sverrisdóttir. Steingrímur Ari segir að Davíð og Halldór hafi einir ráðið ferðinni.

„Ég tel 99,9% líkur á því að þeir hafi verið búnir að ákveða að selja þessum tveimur aðilum bankana,“ sagði Steingrímur Ari.  „Það fór ekkert á milli mála að þeir höfðu ákveðnar skoðanir á þessum aðilum. Þetta var pólitísk ákvörðun hverjir fengu bankana.“


mbl.is Gátu ekki varist blekkingunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. mars 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband