Flokksfélagar í Sjálfstæðisflokknum hafa misst trúnna á stefnu flokksins

  • Þetta með grunngildi Sjálfstæðisflokksins er að þau eiga nákvæmlega ekkert skylt við grunngildi venjulegra flokka t.d. á norðurlöndum. Það verður að leita uppi verulega hægri sinnaða flokka frjálshyggjumanna til að finna svipaða stefnu. 

Þá er helst að finna í Bandaríkjunum og t.d. í Ísrael, þar sem hægrisinnuðustu flokkarnir jaðra við að vera fasistaflokkar. En Sjálfstæðisflokkurinn sækir línuna til Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum.

Ýmsir leiðtogar Sjálfstæðisflokksins eru fastagestir á stórfundum þess flokks. Vandinn hjá Bjarna er einnig það innanmein sem komið er upp í flokknum sem er að flokksfélagarnir eru mjög margir hættir að trúa á þessi gildi eftir hrunið. 

Sérstaklega þegar það er staðreynd að margir helstu forystumenn flokksins sem voru á kafi í spillingunni fyrir hrun eru enn í fremstu röð á framboðslistum. Þeir eru a.m.k. ekki óumdeildir. Flokkurinn og leiðtogar hans hafa ekki viðurkennt stjórnarfarsleg mistök flokksins er leiddi til þess að landið fór á hliðina. Það var reyndar ljóst löngu fyrir hrun og vitað var um væntanlega kollsteypu strax 2006 og ekkert var að gert. Þjóðin fór í kosningar 2007 án þess að vita af snjóhengjunni framundan

Þá hafa þingmenn og margir frambjóðendur flokksins sýnt af sér dæmalaust ábyrgðarleysi í störfum Alþingis í vetur og nú fram á vor,  þar flokkurinn fór í vörn fyrir þá sérhagsmuna aðila sem hafa styrkt flokkinn mest fjárhagslega og þingmenn hans. Á þetta háttarlag horfir almenningur og flokksfélagar.

Þá hafa frambjóðenndir flokksins sýnt af sér gríðarlegan hroka í flestum viðtölum fjölmiðla. Sérstakur er hroki Hönnu Birnu fyrrum borgarstjóra. Hún hefur sýnt það, að hún er algjörlega óhæf til að vera leiðtogi stjórnmálaflokks.
 
 
 
Þetta gerist einmitt þegar flokkurinn þarf að sýna auðmýkt vegna hrunsins 
 og biðjast afsökunar.

mbl.is Bjarni: Trúi á stefnuna fram í rauðan dauðann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvers vegna tapa þá vinstri grænir

sæmundur (IP-tala skráð) 7.4.2013 kl. 18:26

2 Smámynd: Rafn Guðmundsson

flott grein hjá þér - ég vildi að ég kynni að skrifa svona

Rafn Guðmundsson, 7.4.2013 kl. 18:52

3 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Sæll Sæmundur, Því svarar Katrín Jakobs: Átök á erfiðu kjörtímabili innan flokksins. Flokksmenn viðurkenna þetta vandamál og kettirnir eru nú farnir úr flokknum og komnir á músaveiðar.

en ég held einnig að stefnumál VG í t.d. skuldamálum komi ekki nógu skýrt fram og hver stefnan er t.d. í húsnæðismálum fólks á lægri launum.

+eg þakka þér Rafn

Kristbjörn Árnason, 7.4.2013 kl. 19:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband