Það var eina leiðin til að taka upp gegnsæja uppbyggingu þessa heimilis

 

  • Það er einnig nauðsynlegt svo hægt verði að byggja upp nýjan rekstur á hreinum grunni.
    .
  • Skipa verður opinberan þrotabústjóra og starfsnefnd með honum 

 

Því ber að fagna úr því sem komið er, að hjúkrunarheimilið fari í þrotameðferð og þá um leið í nauðasamninga. Skuldabréfaleið núverandi stjórnar félagsins var beinlínis ósvífin og hrein eignaupptaka í raun.  Það er ekki fær leið að skerða eignir þeirra sem hafa greitt sín búseturéttar gjöld.

Þá er einnig nauðsynlegt að rannsaka allann rekstur heimilisins 10 ár aftur í tíman  og allar ákvarðanir teknar á þessu tímabili. Einnig hvort gerðar hafi verið stjórnarsamþykktir fyrir öllu sem gert hefur verið og eða hvort það hafi verið gerðir hlutir án þess að gerðar hafi verið samþykktir fyrir öllum gjörningum.

Ekki má gleyma því, að þegar hafa komið ljós agnúar á rekstri hjúkrunarheimilisins  og meðferð á fjármunum heimilisins. Þá er ljóst að heimilið er rekið skjóli laga um rekstur hjúkrunarheimila sem taka að sér skyldur ríkisins í þessum efnum og endanlega á ábyrgð þess. 

Reksturinn  er kostaður af opinberu fé af þeim sökum er eftirlitskylda ríkisins ótvíræð og ábyrgð stjórnarmanna og forstjóra og eða framkvæmdastjóra einnig mjög rík. 

 

  • Þá er nauðsynlegt að fara yfir rekstrarfyrirkomulag hjúkrunarheimilanna almennt. 

 

 


mbl.is Eir fer í opinbera nauðasamninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Kristbjörn. Ég hélt að þú værir réttlátur?

Hvers vegna í ósköpunum finnst þér þetta lífeyrissjóðs-rán réttlætanlegt á lífeyrisþegum sem eiga þarna á Eyr, allt sitt ævistarf í heimilinu? Lífeyrisþegar hafa verið rændir, og fólki eins og þér finnst það bara réttlætanlegt og í góðu lagi?

Þú talar um rannsókn 10 ár aftur í tímann!

Hvers vegna bara rannsókn 10 ár aftur í tímann? Hvers konar réttlætiskennd stjórnar þér eiginlega?

Það er ekki að ástæðulausu, að ég vil rannsókn á öllu sem hefur farið fram í þessu Eir-spillingar-kerfi, marga áratugi aftur í tímann!

10 ár aftur í tímann upplýsa ekki, né leysa ekki úr óréttlætisflækjunum gagnvart þeim sem þarna bjuggu, og ráns-starfseminni sem hefur fengið að viðgangast á þessari ræningja-stofnun!!!

Það á að rannsaka alla sem komið hafa nálægt stjórnunninni þessu heimili frá upphafi!!!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 9.4.2013 kl. 23:26

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Það má vel vera Sigríður, að það þurfi að rannsaka alla starfsemi EIRAR frá upphafi. En ég taldi 10 ár duga. Þá kæmi allt fram sem skiptir máli.

Kristbjörn Árnason, 10.4.2013 kl. 08:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband