Skriðan fór af stað 2006 á Íslandi

 

  • Það kemur berlega fram í rannsónarskýrslu Alþingis
    .
  • Þáverandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar leyndu þessari staðreynd fyrir kjósendum 2007 

 

Þótt alvarlegir hlutir hafi gerst  víðar en á Íslandi í efnahagsmálunum, að þá hefur ekki orðið hrun í neinum löndum nema þar sem hafði ríkt óstjórn í efnahagsmálum árum saman rétt eins og á Íslandi.

Þannig að Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki hvítþvegið sig af ábyrgð eins og hann hefur verið að reyna að gera.

Þá þarf einnig verulega spillingu í þjóðfélaginu með miklu pólitísku ívafi 

Einnig þarf að vera fyrir hendi stjórnleysi í kringum bankanna.

Þessir þættir ásamt mörgum öðrum hlutum grasseraði undir verndarvæng Sjálfstæðisflokksins og þessi flokkur hefur enn ekki gert hreint fyrir sínum dyrum.

Forystumenn Sjálfstæðisflokksins eru sumir hverjir aurugir upp fyrir haus  þótt þeir hafi ekki verið dæmdir vegna þess að gjörningur þeirra hefur enn ekki verið úskurðaður sem beint lögbrot. 


mbl.is „Sama og gerðist víða í Evrópu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband