Ekki er víst að þetta sé raunveruleiki á öllum sviðum

 

  • Þá á ég við um þá nærþjónustu sem er nauðsynleg í hverja sveitarfélagi sem í fjölmennustu sveitarfélögunum virkar ansi langt frá hverjum íbúa.
    .
  • Það verður eitthvað að koma í staðin sem bætir upp þessa fjarlægð sem er vissulega kostnaðarsamt einnig. 
    .
  • Ekki gengur að velta þannig auknum kostnaði yfir á íbúa sveitarfélagann við að sækja sér eðlilega þjónustu og eða færa ákvörðunartöku frá fólki með meðfylgjandi afleiðingum og ábyrgðarleysi þeirra sem eru í samskiptum við hvern íbúa.

 

 

Það er tæplega hægt að bera þessi lönd saman við okkar strálbýla land. Þá væri það réttmætt í þessu samhengi, að gæta þess að allir íbúar og eða aðrir aðilar sem eru skráðir með athafnasemi í byggðarlögunum greiði hlutfallslega jafnt til sveitasjóðanna  af tekjum sínum.

Þannig er það ekki í dag, það er nærtækasta réttlætismálið og einnig nærtækasta leiðin til að styrkja stöðu sveitarfélaganna. Einnig að þeir sem nýta auðlindir í hvaða mynd sem er og tengjast landi og legu hvers sveitarfélags greiði til sveitarfélagsins fyrir þá fénýtingu sína.

En það er auðvitað nauðsynlegt að þessi mál séu í stöðugri skoðun og jafnaframt að gerðar séu tillögur um úrbætur. Það er alveg öruggt að margar þessar tillögur geta leitt til betra þjóðfélags.  

Einnig er mikilvægt að skoða vinnubrögð ríkisstofnanna sem oft eru óþarflega flókin. Þá virðist vera greinilegt að stjórnmálamenn og aðrir aðilar geta auðveldlega  spilað með kerfið.


mbl.is Hægt að spara mikið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband