Milljarða gjafir til stórútgerðarinnar

  • Félagarnir með dýru bindin kvörtuðu í dag undan slakri stöðu ríkissjóðs
  • En ætla samt að færa stórútgerðinni stórgjafir frá launamönnum þessa lands, sérstaklega frá launamönnum á landsbyggðinni því þessir peningar áttu að fara til framkvæmda á landsbyggðinni.
  • Úgerðin á m.ö.o. ekki að skila neinum greiðslum til byggðanna, því ekki greiða þessar útgerðir skatta til heimabyggðanna.  

Íslendingar eru að vakna upp við það að þeir hafa verið blekktir. Nú í kvöld lagði varaformaður framsóknarflokksins fram frumvarp um að draga enn úr tekjum ríkissjóðs, með því að stórlækka sérstakt veiðigjald á útgerðina. Það á að gefa sægreifunum tugi milljarða. Ljóst er hins vegar að almenningur í landinu mun víst bíða enn um sinn.

Gert var ráð fyrir um 14 milljörðum króna í veiðigjöld á þessu ári, en nú er ljóst að upphæðin verður mun lægri. Bakhjarlar sjálfstæðisflokksins og framsóknarflokksins úr stórútgerðinni reyndust því ekki þurfa að bíða lengi eftir gjöfum helmingaskiptaflokkanna.

Fjárlagaskrifstofa fjármálaráðuneytisins gerir ráð fyrir því að tekjutap ríkisins af þessari ráðstöfun nemi yfir 3 milljörðum króna og 6 milljörðum á næsta ári. Styðjumst við þá tölu út kjörtímabilð. Þá erum við að tala um skattalækkun upp á yfir tuttugu milljarða króna, á þá sem hvað mest mega sín í samfélaginu.

Hér erum við að tala um þá sem hafa blómstrað í kreppunni. Þá sem hafa grætt á hruni krónunnar, sem setti fjárhag alls almennings í stórkostlegt uppnám. Uppnám sem skilaði helmingaskiptaflokkunum sigri í síðustu alþingiskosningum. Fyrir kosningar var nefnilega bara talað um almenning.

Þetta eru all margir milljarðar sem á fyrstu dögum nýrrar ríkisstjórnar eru réttir sægreifunum. Fé sem gert var ráð fyrir að rynni i sameiginlega sjóði. Hvernig ætla þessir menn svo að bregðast við?

Blaðamannafundur forystumanna helmingaskiptastjórnarinnar í Þjóðmenningarhúsi í dag var ekkert annað en kynning á grískum niðurskurði, og til að bíta höfuðið af skömminni, er reynt að kenna fyrrverandi ríkisstjórn um.

Er við einhverju öðru að búast en að skera verði niður þegar menn byrja á því að leggja niður mikilvæga tekjustofna? Það á enda að „endurmeta“ öll útgjöld ríkisins.

(Við erum ekkert búin að gleyma því að til stendur að draga frekar úr tekjum ríkissjóðs um u.þ.b. 6 milljarða króna á kjörtímabilinu með því að hætta við að hækka virðisaukaskatt á gistingu. Skatti sem raunar virðist ekki hafa skilað krónu í ríkiskassann hingað til, á aðra atvinnugrein sem ekki tapar á hruninu.)

Enn hefur ekkert verið gert sem varðar almenning í landinu, umfram boð um að tökin á upplýsingagjöf í landinu verði hert. Allt annað má bíða.

Í millitíðinni má spyrja. Hvað verður um skólana? Sjúkrahúsin? Viðhalds- og vegaframkvæmdir? Verða stofnanir lagðar niður, samkvæmt Excel-skjali SUS?

Það eina sem við þó virðumst vita er að samningur um tannlækningar barna verður ekki efndur.

Svona birtist okkur forgangsröð ríkissjórnar sjálfstæðis- og framsóknarflokksins. Þar eru sægreifarnir númer eitt. Aðrir geta víst bara tekið númer

Heimild: Ingimar Karl Helgason 


mbl.is Sérstaka veiðigjaldið lækkað í nýju frumvarpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Horfum á björtu hliðarnar: Þjóðin kaus og þjóðin ræður.

 Baldvin Nielsen

B.N. (IP-tala skráð) 13.6.2013 kl. 08:11

2 Smámynd: Mofi

Þeir mega eiga það að þeir eru mjög sniðugir, gera þetta alveg í byrjun kjörtímabilsins. Þá ættu allir að vera búnir að gleyma þessu fyrir næstu kosningar. Minni landans virðist vera í kringum tvö þrjú ár svo þetta er mjög sniðugt hjá þeim.

Mofi, 13.6.2013 kl. 09:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband