Hægri stjórnin er fallin á fyrsta prófinu

  •  Fráfarandi vinstristjórn fær enn eitt hrósið  

Sjálfstæðisflokkurinn lét ekki bregðast því hlutverki sínu að senda fastafulltrúa á þing Repúblikanaflokksins nú í ár sem áður.

 Þangað sóttu þeir flokkslínuna  og peningastyrkina. Framundan eru skattalækkanir hjá hinum efnameiri og hjá fyrirtækjunum. Nú eru þeir að bjóða þjóðinni upp á þessa amerísku stefnu sem eru að setja Bandaríkin í þrot.

 

Kínverjar eru að hirða bandaríkin upp í skuldir. 

 

 

 Lýgin er ævagömul tækni

 Hún hefur lengi verið notuð til að fleyta mönnum inn á Alþingi. Það þarf ekki að leita langt til að finna slíkar kúnstir og ómerkilegan áróður.

Kúnstin er  ljúga að kjósendum fyrir kosningar til að fá kosningu. 

Síðan er það kúnstin að ljúga sig frá lýginni með því koma með ódýra lýgi eins og Sigmundur Davíð reynir að gera nú. 

Með því að reyna að segja kjósendum sínum að ástandið sé miklu verra heldur en Framsóknarflokkurinn vissi um. 

 

  • Ný ríkisstjórn ætlar ekki að innheimta milljarða króna sem fyrri ríkisstjórn hugðist ná í ríkissjóð með skattheimtu. Á sama tíma telur ný ríkisstjórn nauðsynlegt að skera niður útgjöld vegna fjárskorts.

 

Formenn stjórnarflokkanna segja stöðu ríkissjóðs verri en þeir töldu fyrir kosningar svo nemi hátt í 30 milljörðum. Þeir vilja því velta við hverjum steini og endurskoða öll útgjöld.

Dæmi um nokkur sem þeir hafa nefnt er uppbygging á Bakka, lenging fæðingarorlofs, ókeypis barnatannlækningar, niðurfærsla lána með lánsveð, útvarpsgjald RÚV og kjarabreytingar heilbrigðisstétta.

Niðurskurður útgjalda kemur ekki á óvart ef menn meta stöðuna slæma í ríkisfjármálunum. En ríkisstjórnin hyggst á sama tíma beita niðurskurðarhnífnum á tekjustofna ríkissjóðs. 

Þar leggur ríkisstjórnin til breytingu á sérstöku veiðigjaldi, sem lækkar tekjur ríkissjóðs um rúma 3 milljarða á þessu ári.

Að falla frá hækkun virðisaukaskatts á gistiþjónustu lækkar ríkistekjur um hálfan milljarð á þessu ári og þá hefur fjármálaráðherra sagt að engin áform séu uppi um að leggja áfram á auðlegðarskatt sem skila á ríkinu tæplega 7 og hálfum milljarði á þessu ári. Samtals eru þetta 11 milljarðar króna.

Ekki má gleyma umhyggju Sjálfstæðisflokksins fyrir efnafólkinu sem komið á eftirlaunaaldur. Fyrir það fólk sem á miklar eignir og eru með miklar fjármagnstekjur skal hækka frítekjumarkið. Einmitt fólkið sem aldrei hefur greitt skatta.

AGS sem er þekkt fyrir að beita hægri meðulum við að lækna  efnahag skuldugra þjóða gefur hugmyndum Sigmundar og Bjarna falleinkunn. Það eru raunar bábiljur að halda það að þjóðir í kröggum hafi eitthvert val, hvort það vill þiggja aðstoð AGS.

Það var eftirtektarvert sem fulltrúar AGS sögðu um fyrirhugaðar skattalækkanir á fyrirtækjunum og í útveginum að þær væru ekki til þess fallnar að auka hagvöxt og þar með þjóðartekjur.

Einu þjóðirnar sem eru fúsar til að aumkast yfir slík ríki með lánum krefjast aðkomu AGS að uppbyggingu gjaldþrota þjóða.

Ísland átti ekki fyrir lyfjum og ekki fyrir eldsneyti og  allur innflutningur var að stöðvast til landsins í byrjun árs 2009. 

Nú eru hrunflokkarnir að til valda og boða sömu stefnu og fyrr. 

Bara til að minna á eftirfarandi ef menn væru búnir að gleyma:
"Nú er búið að skýra frjálshyggjumanninn Alan Greenspan “Mesta fífl í sögu bandarískra efnahagsmála”.

Greenspan var seðlabankastjóri Bandaríkjanna frá 1987 til 2006 og ber ábyrgð á afreglun og minnkandi eftirliti og aðhaldi gagnvart fjármálageiranum. Þetta gerði hann vegna ofurtrúar á sjálfstýringarmátt markaðarins.

Nú sjá menn að Alan Greenspan var meiri hugmyndafræðingur en hagfræðingur. Róttæk frjálshyggja leiddi hann afvega og hann leiddi samfélagið út í djúpt skuldafen, brask og fjármálakreppu.

Því fylgdi verulega aukinn ójöfnuður, enda er frjálshyggjustefnan einkum í þágu auðmanna og braskara.

Greenspan er á lista tímaritsins Time yfir þá 25 einstaklinga sem bera mesta ábyrgð á fjármálakreppunni. Þar er líka Davíð Oddsson, fv. seðlabankastjóri og forsætisráðherra Íslands. 


mbl.is Lítið pláss fyrir lækkanir íbúðalána
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Geisp!, hefur þú ekkert annað við frítímann að gera?

Bjarni (IP-tala skráð) 15.6.2013 kl. 00:18

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Mikið er eg sammála.

Slagorð Sjálfstæðisflokksins frá kosningunum 2007:

Þegar öllu er á botninn hvolft er traust efnahagsstjórn stærsta velferðamálið!

Á enn við en ömurlegt er til þess að hugsa eftir samfellda 17 ára stjórnarsetu Sjálfstæðisflokksins snérist allt upp í andhverfu sína vegna einkavæðingar, blekkinga, svika og brasks í boði óheftrar Frjálshyggju.

Nú hyggjast þeir leika sama leikinn. Bjarni Benediktsson boðar að efla tekjustofna fyrir Ríkissjóð en hvernig er framkvæmdin: Útgerðinni færð dýrar gjafir með eftirgjöf á afnotum fiskveiðikvóta sem á einungis að nema um 17 krónum á hvert kg af fiski. Þá á að gefa eftir hækkun á vsk vegna gistingar en ferðaþjónustufyrirtæki hafa þegar reiknað með þessari hækkun í gjaldskrám sínum.

Þetta byrjar í Bráðræði og endar í Ráðaleysu.

Mætti biðja guðina um að forða okkur frá fláræði íhaldsflokkanna!

 

Guðjón Sigþór Jensson, 15.6.2013 kl. 18:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband