Gróusögur úr hádegismóum, e.t.v. rigningarþunglyndi

  • Fréttaflutningur af meintum ætluðum bílakaupum og skilum var rangur.
Jóhannes Stefánsson skrifar:

Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, pantaði ekki nýjan ráðherrabíl eins og Viðskiptablaðið hélt fram í gær. Þetta kemur fram í svari Óðins H. Jónssonar, skrifstofustjóra Forsætisráðuneytisins.

Viðskiptablaðið sagði frá því í gær að Jóhanna Sigurðardóttir hefði látið panta til reynslu Mercedes Benz E250 CDI.

Óðinn segir í erindi sínu til fréttastofu að „Jóhanna Sigurðardóttir fyrrverandi forsætisráðherra pantaði alls engan nýjan ráðherrabíl til reynslu." Frétt Viðskiptablaðsins sé því röng hvað það varðar.

Þá segir einnig í fréttatilkynningu frá Innanríkisráðuneytinu að „Ráðuneytið hefur því ekki heldur afpantað bíl eins og fjallað er um."

Skýringin á því að annar bíll hafi verið í umráðum forsætisráðherra hafi því verið eftirfarandi: „Við ríkisstjórnarskiptin 23. maí síðastliðinn voru fengnir lánaðir tveir bílar frá umboðum auk bíla frá utanríkisráðuneytinu og leigubíla sem notaðir voru en þeim var skilað eftir fáa daga."

Það sé hinsvegar rétt að Sigmundur Davíð, núverandi forsætisráðherra, hafi til umráða BMW 730 2004 árgerð sem var pantaður í forsætisráðherratíð Halldórs Ásgrímssonar.



mbl.is Sigmundur lét skila bíl Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband