Ónýtt húsnæðiskerfi á Íslandi, gegnsýrt af spillingu og pólitískum hrossalækningum.

  • Það er greinilegt að rannsóknarnefnd um Íbúðalánasjóð hefur ekki átt að skoða þá spillingu sem jafnan hefur verið sögð loða við þessa stofnun og forvera hennar frá upphafi vega. 
  • Þegar stjórnmálamenn nálægir kjötkötlunum voru að hygla hinum og þessum sér þóknanlegum.  
  • Hrun íbúðalánasjóðs er auðvitað hluti af stóra hruninu

 

Þá hefur það ekki verið í verkahring þessarar rannsóknarnefndar að skoða það hvernig gömlu stjórnmálaflokkarnir á Íslandi hafa notað Íbúðalánasjóð og forvera hennar í hreinum pólitískum tilgangi.

Nægir að nefna íbúðaframleiðsluna á Austurlandi í tengslum stóriðjudrauma þeirra flokka sem stjórnuðu Kárahnjúkadæminu og því að byggt yrði risa álver á Reyðarfirði.

Allt var þetta gert án þess að raunveruleg þörf væri fyrir þessa uppbyggingu, það voru aldrei neinir kaupendur að íbúðaframleiðslunni og einnig til að skapa ákveðna glansmynd til að blekkja kjósendur svo flokkarnir gætu nú haldið áfram að hræra í pottunum. 

Ekki var heldur í verkahring nefndarinnar að skoða afleiðingarnar sem hafa verið hrikalegar ekki bara á Austurlandi fyrir fjölskyldur sem nörruðust til að kaupa þar íbúðir á allt af háu verði miðað fyrirsjánlegt markaðsverð á svæðinu.

Síðan hafa lánin vaxið langt umfram núvirði íbúðanna.  En afleiðingar voru mjög alvarlega um allt land og launmenn sem eru skattgreiðendur á íslandi munu síðan greiða kosnaðinn. Þetta er ekki eina tilfellið.

Ekki var rannsakað hvernig ákveðnum hagsmunahópi var ævinlega tryggð áhrif í þessari lánastofnun fyrir og eftir breytingar.  Það er t.d. býsna merkilegt hvernig t.d. byggingarmeistarar hafa átt menn í stjórnum þeirra stofnanna sem hafa séð um húsnæðislán í gegnum tíðina. En ekki fulltrúum neytenda.

Bara með stofnun Íbúðalánasjóðs 1999 upp úr Húsnæðisstofnun þegar þegar hin félagslegu markmið með starfseminni voru aflögð og ,,félagslega" húsnæðiskerfið í raun aflagt og allt lagt í hendur einkafyrirtækja að byggja leiguíbúðir hallaði strax undan fæti fyrir hjá venjulegu launafólki sem þurfti að eignast þak yfir höfuðið.  Það var ekki rannsakað af nefndinni hverjar hinar félagslegu afleiðingar urðu.

OECD hvetur til þess að tekið verði upp félagslegt húsnæðiskerfi á Íslandi. ASÍ hefur einnig tekið nýjar kröfur um að  byggt verði upp nýtt félagslegt húsnæðiskerfi  og að öll húsnæðislán verði í raun félagsleg eins og var fyrir breytinguna. 

Hin pólitíska ábyrgð á kollsteypu húsnæðismála á Íslandi er þeirra stjórnmálaflokka sem nú enn á ný fara með landsstjórnina.  


mbl.is Mistök sem kostað hafa tugi milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband