Gleymið ekki loforðunum

 
 
 
Það er auðvitað fráleitt að vera með þessa óþolimæði 

mbl.is Þingmaður þarf að borga 5,8 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þingmaðurinn skuldar 40 milljónir, ef 20% Framsóknarleiðin yrði að veruleika lækka skuldir hennar í 32 millur, er hún nokkru bættari, varla.

Jón Ingi Cæsarsson, 29.7.2013 kl. 18:13

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ég man enn loforð Vinstri Grænna fyrir kosningarnar 2009, og svik þeirra 16. júli 2009.

Það er rétt að halda þræðinum, og vera heiðarlegur í gagnrýninni, og plata ekki sjálfan sig og aðra, með því að skauta framhjá ó-uppgerðum gömlum kosningaloforðum.

Það hefur því miður fengið að viðgangast allt af lengi á Íslandi, að treysta á gullfiskaminni, og meðvirka leikmenn/fjölmiðla.

Sumir sögðu eftir hrun; ,,við vorum plötuð".

Það vorum við sjálf sem plötuðum okkur, með afneitun á sannleikanum og staðreyndunum, fyrir hrun. Með dyggri aðstoð opinberra fjölmiðla og ó-marktækra matsfyrirtækja.

Það dugar skammt, að tala einungis um að læra af mistökunum, ef maður sýnir það ekki í verki og staðfestu, og tekst á við vandann.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 29.7.2013 kl. 20:53

3 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Þetta verður þú a rifja upp fyrir mig Anna Sigríður. Þessi svik 16. júlí 2009. Þú hefur auðvitað kosið VG og hefur verið svikin.

M.b.k. og takk fyrir innlitið

Kristbjörn Árnason, 29.7.2013 kl. 21:35

4 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir allar aðgerðir sem mynda spennu á vinnumarkaðnum óheppilegar og geti haft alvarlega afleiðingar fyrir þróun efnahagsmála. Þörf sé á sameiginlegu átaki margra til að kæla hagkerfið. Þetta tengist því sem Frosti er að tala um.

Hvað ætli eftirgjöfin vegna veiðigjaldanna kosti launamenn í hækkuðum sköttum?

Kristbjörn Árnason, 29.7.2013 kl. 21:57

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Kristbjörn. 16. júlí 2009, kaus VG gegn stærsta kosningaloforði allra tíma, með því að samþykkja aðlögunar-ferðalagið í ESB, sem var þeirra stærsta kosningaloforð að samþykkja ekki. Stjórnarsáttmálinn 2009 var gerður með fyrirvara, sem ekki var virtur þann 16. júlí 2009.

Ekki veit ég ennþá fyrir víst, hverju Steingrími J. Sigfússyni og fleirum hefur verið hótað, (eða mútað með), né af hverjum, (kemur vonandi seinna). Ég kaus VG í kosningunum 2009, meðal annars vegna loforða um að fara ekki í ESB-vegferðina, (hvað sem fólk vill kalla þá vegferð á blekkingar-pappírunum). Þess vegna tala ég um svik VG við kjósendur. Ég er ein af þessum sviknu kjósendum VG

Ég kaus eina flóttamannadeildina úr VG, í síðustu kosningum. Sú flóttamannadeild fékk ekki mikla kynningu í mafíustýrðu fjölmiðlunum. Einungis ÍNN var með almennilega og réttláta kynningu á öllum framboðum jafnt. Enda voru Atli Gíslason, Jón Bjarnason og Bjarni Harðarson í þeim flokki.= Rannsóknarskýrsla alþingis, fiskveiðiréttur almennings og ESB-andstaða fékk ekki umfjöllun/auglýsingar í herteknu fjölmiðlunum. Koma tímar, koma ráð. Ég kýs Regnbogann aftur næst, og af sömu ástæðum og síðast.

Ég reikna með að sömu baktjalda-öfl, (m.a. lífeyrissjóða-eiturlyfja-mafían, Íslensk Erfðargreining og lyfjafyrirtækja-mafían), ætli að framkalla aðra kosningasvika-öldu í gegnum opinbera og mafíukeypta blekkingar-fjölmiðla núna, fjórum árum seinna.

Ég hef lært mikið á þessum fjórum árum, með því að reyna á hlutlausan hátt, að setja mig eftir bestu getu, skynjun og viti, í spor annarra, og hlusta meðal annars vel á rök þeirra sem ég er ó-sammála. Þegar ég hlusta á rök þeirra sem ég er ó-sammála, þá opnast alltaf nýtt sjónarhorn, sem ég hafði ekki vitað um né skilið áður. Árangurinn er eftirfarandi:

Víðsýnin/sjóndeildarhringurinn stækkar.

Fordómarnir minnka.

Og með þennan lærdóm held ég áfram á minni gagnrýni-braut. Ég læri daglega, og skipti um skoðun, þegar ég hef fengið réttlætanlegan rökstuðning fyrir að ég hafi haft rangt fyrir mér.

Spurðu mig endilega Kristbjörn, ef ég hef ekki komið með nægar skýringar á minni afstöðu/skoðun um kosningasvik VG. Það vakir ekkert annað fyrir mér, en að vera heiðarleg og hlutlaus í gagnrýninni, og þvert á flokka/landamæri. Ég þarf svo auðvitað líka gagnrýni, til að læra, (það er ekki auðvelt að taka gagnrýni ef hún er hlutdræg, fordómafull og ósanngjörn). Allir þurfa að geta tekið réttlátri gagnrýni, til að læra og þroskast í átt að siðferðislegra samfélagi.

Takk fyrir :)

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 31.7.2013 kl. 12:25

6 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Sæl Ann Sigríður.

Það vill þannig til, að það var mikill meirihluti fyrir aðild Íslands að ESB í öllum flokkum sem áttu fulltrúa á Alþingi á þessum tíma. Eina undantekningin var þingflokkur VG. Flokkur féllst á það, að sótt yrði um aðild en að kjósendur myndu eiga síðasta orðið um það samningsuppkast sem kæmi upp á borðið.

Einnig að hlutlaus kynning færi fram um samningsuppkastið og VG lýsti því yfir að það myndi verða á móti því að samþykkja aðild í slíkum kosningum.

Líklega er VG eini flokkurinn á Alþingi sem ekki hefur neina aftursætisbílstjóra eða mafíu og hagsmunaöfl á bakinu.

En það voru aðrir hagsmunir (hagsmunir venjulegra launamanna og bótaþega) sem voru teknir fram yfir við myndu þessarar ríkisstjórnar og allar flokksstofnanir samþykktu þann málefnasamning. Ekki bara einu sinn heldur margoft.

Á því sviði stóð ríkisstjórnin sig vel þrátt fyrir klofninginn í VG.

Það mun engin geta sagt um mig gamla húsgagnasmiðinn að ég væri hlynntur inngöngu Íslands í innsta hring ESB. Ísland var þegar komið í fordyrin sem eru EFTA og EES. Strax við inngönguna í EFTA 1970 hrundi okkar lífsviðurværi að mestu og margir félagar mínir urðu gjaldþrota. Sjálfur fór ég mjög illa út úr þeim hildarleik.

Samt var ég gamli andstæðingurinn hlynntur því að farið væri í þessar viðræður. Ég vildi fá fram hugsanlega nýja möguleika til að draga fram lífið á Íslandi, þar sem LÍÚ ásamt stjórn bændasamtakanna réðu ekki lögum og lofum á Íslandi. Hugsanlega annan valkost.

Ég þekki það mæta vel hvernig er að eiga við ægivaldið hjá LÍÚ, það sem hefur stjórnað þessu landi í bráðum 100 ár. Spurningin er, eru til aðrir valkostir. Það verður a.m.k. erfitt að sætta sig við að áfram verði við lýði á Íslandi sama spillingarfyrirkomu-lagið sem núverandi stjórnarflokkar hafa alltaf getað staðið vörð um.

Það er mín skoðun Anna Sigríður, að það verður Sjálfstæðisflokkurinn sem leiðir íslenska þjóð inn í ESB og þá á forsendum þess flokks.

Kveðja

Kristbjörn Árnason, 1.8.2013 kl. 08:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband