Vissulega er nú nauð á hólnum eins og oft áður.

  • Tómahljóðið í pistli Þorsteins Pálssonar er ekki óvenjulegt að þessu sinni. Til að skilja skrif hans verður að átta sig á þeirri staðreynd, að þar skrifar fyrrum framkvæmdastjóri samtaka atvinnurekenda. VSÍ eins og þau samtök voru nefnd í þá daga . En einnig fyrrum formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra.
    .
  • VSÍ voru heildarsamtök manna sem voru svo góðhjartaðir og fórnfúsir að veita mönnum þann munað að fá að vinna fyrir sér á hæfilegum launum að þeim fannst. En þeir bundust samtökum að halda niðri launum starfandi fólks á Íslandi.
    .
  • Þorsteinn Pálsson 

    Tómt stundaglas– Kögunarhóllinn

Líklega er myndin tekin þegar hann var framkvæmdastjóri samtaka atvinnurekenda

Hann eins og gamlir félagar hans í samtökum atvinnurekenda líta á lífeyrissjóðina sem fjáfestingalánasjóð og hugsa til hans með þeim hætti. Þessir aðilar gera allt sem þeir geta til að halda í þetta frjálshyggjukerfi sem ver verulega á skjön við hagsmuni launamanna.

Það er löngu orðin staðreynd að núverandi lífeyrissjóðakerfi gengur ekki upp og það er fyrirkomulag sem var þröngvað upp á launamenn með valdboði fyrrum átrúnaðargoðs Sjálfstæðisflokksins, Bjarna Benediktssonar.

 

  • ASÍ bað aldrei um þetta fyrirkomulag, ASÍ gerði eðlilegar kröfur um eftirlaunakerfi af norrænni fyrirmynd sem er gegnumstreymiskerfi. 
  • Það er ljóst, að það stefnir óðfluga í það, að fimmti hver vinnudagur launamanna renni í þessa frjálshyggjuhít. 
  • Það eru ansi háar tryggingagreiðslur og það er kerfi sem elur á misrétti í landinu.

 

Það er reyndar staðreynd að ríkissjóður styrkir þetta eftirlaunakerfi því það er í raun ónýtt og það eru hrein ósannindi að atvinnurekendur beri einhverja ábyrgð á þessum sjóðum. Það eru alfarið launamenn sem greiða í sjóðina með beinum greiðslum og vinnuframlagi. Allt samkvæmt kjarasamningum.

Það að gefa það í skyn að launamenn sjálfir geti ekki annast þessa sjóði er auðvita hrein ósvífni. Atvinnrekendur og þeirra fulltrúar hafa ekki reynst þessum sjóðum sérlega vel.

Varðandi B-hluta lífeyrissjóðs, að þá hafa opinberir starfsmenn ynnt af hendi allar greiðslur í sjóðinn en ríkisvaldið hefur frá því að núverandi kerfi var tekið svikist um að standa skil á umsömdum greiðslum í sjóðinn.

Það er mjög ómaklegt að ásaka síðustu ríkisstjórn um að hafa ekki bjargað málunum, stjórn sem tók við gjaldþrotabúi ríkissjóðs og hruni eftir viðskilnað Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn í 18 ár. Þessar breytingar voru gerðar í valdatíð Davíðs Oddssonar og hann trassaði það að standa í skilum alla sína tíð.

Rétt skal vera rétt. Það er lágmarkskrafa að sannleikurinn sé sagður í þessu máli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband