Þetta er leið ósátta og ófriðar

 

  •  Vissulega getur það verið góð hugmynd að stofna efnahagsráð en það er ekki sama hvernig það er skipað   

 

 

En þessi skipan á fólki til þessa verkefnis fer alvarlega á skjön við framsetningu Bjarna um að hann vildi stofna til þjóðarsáttar um efnahagsmál. Allt kemur þetta fólk úr ranni Sjálfastæðisflokksins og eru raunar fulltrúar fyrir mjög róttækar hægri sjónarmið.

Þá hlýtur það að vekja athygli að tveir aðilar í þessum hópi, Guðrún fyrrum vara-þingmaður flokksins og Orri eru í raun fulltrúar fyrir samtök atvinnurekenda. Þá hefur Ragnar Árnason verið helsti talsmaður fyrir hörðustu sérgæskustefnu LÍÚ í sjávarútvegsmálum. 

  • Þessi skipan getur tæplega talist vera til þess fallin til að skapa sátt í samfélaginu.

 


mbl.is Fjármálaráðherra stofnar efnahagsráð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þetta er glæsilegur hópur og mjög fær til að sinna sínum verkefnum.

SVo veit ég ekki til þess að Steingrímur J var að skipa einhverksonar "sáttarhóp" með Indriða H Þorláksson sem ráðgjafa.

Með nýju fólki koma nýjar áherslur. 

Sleggjan og Hvellurinn, 25.8.2013 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband