Það verður sótt um aðild, þetta fer eftir stefnu ríkistjórnar í ESB málum

 

  • Það einnig ljóst öllum sem fylgst hafa með stjórnmálum á Íslandi, að það eru einmitt Sjálfstæðisflokkur og Framsókn sem bera mesta ábyrgð á því til þessa, á því hversu nánin tengsl Íslands við ESB er í raun og veru.
    .
  • Breytir þá engu hver stefna Alþýðuflokks og síðar Samfylkingarinnar hefur verið í þessum málaflokki. Það þurfti atbeina þessara flokka til þess að þessi tvö skref sem tekin hafa verið inn í dýrðina, hafa verið tekin.

 

Það er augljóst, að næsta og síðasta skrefið verður stígið undir stjórn þessara flokka og á forsendum þeirra hagsmuna-aðila sem standa á bak við þessa flokka.

Það er eftirtektarvert það sem utanríkisráðherrann segir orðrétt:

 „Engar skemmdir hafa verið unnar á einu eða neinu. Aðildarumsókn hefur ekki verið afturkölluð og engu hefur verið slitið.

 Gunnar Bragi sagði að búið væri að leysa upp samninganefnd Íslands og hópa sem tengjast aðildarviðræðunum, og að ekki yrðu haldnar fleiri ríkjaráðstefnur.

Hann segir að íslensk stjórnvöld hafi staðið að málum í góðri sátt við Evrópu-sambandið.

„Enda bera viðbrögð Evrópusambandsins ekki merki annars en að sambandið hafi fullan skilning á ákvörðun okkar um hlé á aðildarferlinu,“ sagði Gunnar Bragi.

Hann segir að ríkisstjórnin hafi í störfum sínum fylgt stefnumiðum sínum með ákveðnum hætti. Þetta sé í samræmi við afstöðu ríkisstjórnarflokkanna í Evrópumálum.

Nú verður beðið eftir tiltekini úttekt á málunum og þinginu gefið langt nef.


Ekki hef ég verið fylgjandi veru Ísland inni í þessu ríkjasambandi nema síður væri, m.ö.o. andstæðingur enda gamall húsgagnasmiður. 

En ég hef verið fylgjandi því að samningaviðræður við ESB færi fram af hálfu vinstri flokkanna í trausti þess og fullvissu að þeir flokkar hefðu allt önnur markmið viðræðunum en hægri flokkarnir stæðu fyrir.

Fyrir mér er það aðeins tímaspurning hvenær þjóðin verður kominn alla leið í ríkjasambandið.

Nú er ég við því búinn, að eftir hæfilega langan tíma að mati núverandi ríkisstjórnar að skipuð verði ný samninganefnd á forsendum LÍÚ og bændasamtakanna með verulega breytt samningsmarkmið en fráfarandi samninganefnd vann eftir.

 

Ég er algjörlega í andstöðu við slíka samninganefnd sérhagsmunasamtakanna í landinu.  


mbl.is „Engar skemmdir unnar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Mér finnst eins og menn séu ekki alls gáðir í mikilvægum ákvörðunum í þágu þjóðarinnar. Á fólkið í landinu ekki að fá að hafa neitt að segja um hvort við viljum áframhaldandi viðræður eða ekki?

Hvernig stendur á því að utanríkisráðherra gengur þvert á stefnu Alþingis eins og hann hafi umboð þess í hendi sér?

Guðjón Sigþór Jensson, 12.9.2013 kl. 17:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband