Það er ótrúlega hljótt um 5 ára afmæli hrunsins hér á Mbl.

 

  • Ákveðnir aðilar reyna hvað þeir geta, að kenna öðrum hrunadansinn á Íslandi

  • En mér finnst út í hött að kenna ástandi í efnahagsmálum erlendis og jafnvel í Asíu um hvernig fór á Íslandi.
    .
  • En þessi grafiska mynd segir nánast allt um ástæðu hrunsins sem er hin gríðarlega skuldasöfnun þjóðabúsins. 
Slide1

Vert er að benda á þá staðreynd að allt frá 1995 var allt gert til að veikja ríkisvaldið og sagt að atvinnureksturinn stjórnaði sér best sjálfur í andrúmslofti frjálshyggjunnar og efnahagsstjórnin átti þannig að verða heilbrigð á sjálfvirkan hátt. M.ö.o. „Hin bláa hönd“ .

 

  • Þannig átti atvinnulífið að skila þjóðinni allri hámarks hagnaði 

 

En það er t.d. eftirtektarvert, að á þessum tíma hékk atvinnureksturinn meira og minna í pilsfaldinum á ríkisvaldinu. Þ.e.a.s. „Pilsfaldakapitalismi“ varð allsráðandi og menn hættu að leggja til eigið fé í fjárfestingar í atvinnulífinu. Fjárfestingar voru allar fyrir lánsfé og fyrirtæki yfir skuldsett.


Það er rétt að stjórnvöld brugðust skyldum sínum, þau vissu um kollsteypuna strax 2005 sem var óflýanleg. Þessari snjóhengju var haldið leyndu fyrir þjóðinni og fyrir stjórnmálamönnum almennt. 

  • Fólk gékk til kosninga 2007 án þess að vitað af óveðurskýinu. Foringjar gömlu stjórnarinnar sem vissu um komandi martröð fóru í felur
  • Að mínu viti sviku þessir menn þjóðina 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband