Auðlegðar skattur löglegur segir Héraðsdómur Reykjavíkur

 

  • Stjórnvöld eru í fullum rétti að leggja á auðlegðarskatt.

 

Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í máli sem Guðrún Helga Lárusdóttir, eigandi Stálskipa, höfðaði gegn ríkinu. Hún taldi að auðlegðarskattur fæli í sér eignaupptöku og bryti því gegn stjórnarskrá. Þessu hafnaði dómarinn.

Guðrún taldi að það bryti gegn jafnræðisreglu og friðhelgi eignaréttar að leggja miklar skattbyrðar á fámennan hóp. Þ.e.a.s. að Guðrún taldi að landsmönnum væri mismunað með því að leggja auðlegðarskatt á eignir yfir ákveðinni fjárhæð.

Þetta eru býsna merkileg röksemdarfærsla hjá útgerðarmanninum, því að fólk í atvinnurekstri hefur notið gríðarlega mikilla skattfríðinda hér á Íslandi. Sérstak-lega á tímanum þegar Davíð Oddsson var hér forsætisráðherra. Í hans tíð greiddu launamenn mun hærri skatta hlutfallslega enn stóreignafólk í atvinnurekstri og fólk sem lifði á arði fjárfestinga.

Fyrir síðustu kosningar sló núverandi fjármálaráðherra því fram, að hann teldi auðlegðarskatt ólöglegan og fékk fjöldan allann af atkvæðum út á þetta slagorð. Ríkisstjórn hálunafólks hyggst ekki framlengja lögin um auðlegðarskattinn. 


mbl.is Heimilt að leggja á auðlegðarskatt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband