Forseti ASÍ kallar á frekari ríkisstyrki til fyrirtækjanna.

 

  • Nánast hver einasti atvinnurekandi í landinu sagði já við þessum kjarasamningum. 
    .
  • því samningurinn minnkað útgjöldin hjá fyrirtækjunum. Ríkið ætlaði í raun að bæta fyrirtækjunum takmarkaðar launahækkanir meir enn að fullu.
    .
  • Fyrirtækin hefðu grætt á þessum samningum en launamenn tapað.

 

T.d. með því að lækka tryggingagjöldin sem eru í raun umsamin útgjöld launamanna en ekki atvinnurekenda svo því sé haldið rækilega til haga og síðan ýmsar aðrar hliðranir sem ekki hafa enn séð dagsins ljós, og t.d. aukin umsvif í ríkisrekstri. 

  • Útgangspunktur þessara samninga er að halda uppi verðstöðvun í landinu.
  • Í því efni er nákvæmlega ekkert fast í hendi, aðeins óljósir fjólubláir draumar.

Nokkuð sem hefur verið reynt oft áður og aldrei gengið eftir. Enda miðaðist það við það tímabil hjá atvinnurekendum sem það tæki samtök þeirra með hjálp ríkisstjórn-arinnar að fá samtök launamanna til að samþykkja þessa ónýtu samninga.

Síðan er auðvitað frjálst verðlag í landinu og verðbólgan siglir sinn sjó, en öll opinber launakjör múlbundin með allskyns lagaflækjum. Slíkir fjötrar ná fyrst og fremst til opinberra starfsmanna og þeirra á almennum vinnumarkaði sem lifa samkvæmt lægstu launatöxtum og fólks sem lifir á hvers kyns bótum.  

Forseti ASÍ kvartar undan rýru framlagi ríkisstjórnarinnar til að styrkja atvinnu-fyrirtækin frekar við launakostnaðinn og til að sætta launamenn við ónýta kjarasamninga. 

Menn verða að gera sér grein fyrir að öll framlög ríkisvaldsins til atvinnulífsins til að hamla á móti hækkunum á launum fólks er hreinn ríkisstyrkur til fyrirtækjanna.

Það er skynsamlegt nú,  að ASÍ dragi sig nú út úr kjarasamningagerð strax og taki sér frí næsta árið í hið minnsta.  Nú kalla aðstæður á nýjar aðferðir við að rétta við kjörin í landinu.  

ASÍ lét atvinnurekendur eina ferðina enn draga sig á asnaeyrunum og þá er kominn tími til þess að félagsfólk í ASÍ fari að skipta út stjórnum í félögum sínum.  Nýir vendir sópa best.

Það sama á við í félögum opinberra starfsmanna.


mbl.is Framlag ríkisstjórnar frekar rýrt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

,,Þvílíkur djöfulsins kjarkur" sagði eitt sinn fyrrverandi verkalýðsbaráttumaður og afmælisbarn dagsins: Guðmundur J. Guðmundsson.

Gylfi er sorgleg og hugsjónalaus vofumynd.

Það flækist fyrir stjórnsýslu núverandi djöfulsins bónusgreiðslu-kjarkmikla nútíma-Gylfa og co, að síðasta ríkisstjórn hnoðaði saman einhverskonar þykistu-lög, sem hétu/heita víst á há-menningarlegu fræðimáli: lágmarksframfærsla. Það hlýtur að hafa þýtt á mannmáli að lágmarksframfærslu-kaupmáttur væri lögbundinn, samkvæmt löggjafavaldinu á alþingi Íslands?

Eða hvað?

Það var ekki hikað við að nota þessi lágmarks framfærslu-viðmið, til að stilla varnarlausum og skuldugum almenningi upp við vegg, af hertökuliðinu í leynifélagsrekna turninum glerbyggða við sjávarsíðuna. (Borgatúns-skuggabygging.)

Að sjálfsögðu var það einhverskonar há-menningarlegt fáfræði-lögfræðingateymi í þessum turni, sem átti að sjá um að ræna öllu fyrir ofan framfærsluviðmiðin, í boði lögfræðivaldníðinga, sem hertóku umboðsmann skuldara.

Lögfræðingateymi í Borgartúni hertók semsagt umboðsmann skuldara! Og enginn mótmælir fyrir framan hýbýli lögfræðinga í Glerturninum? Lögfræðinga-meirihlutinn ræður, í vel yfirborguðu skjóli ofurríkra svika-fjármálafyrirtækja.

Dómstólar á Íslandi ættu að hafa verulegar áhyggjur af réttlætingu fyrir núverandi/gildandi dómstóls-tilverurétti á Íslandi.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 22.1.2014 kl. 23:42

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Þér að segja Anna Sigríður, að þá er ég viss um að Gylfi ræður litlu um þá stefnu sem ASÍ hefur í launamálum. Þar ráða miklu meir millistéttahópar iðnaðarmanna sem einu sinni var nefndur ,,uppmælingaraðall" í byggingariðnaði. Einnig þeir sem njóta mikils launaskriðs.

Þá er miklu meira launaskrið á höfuðborgarsvæðinu hjá almennu verkafólki en annarsstaðar á landinu og hefur aðra hagsmuni, það fólk fær ekki sjálfkrafa hækkun á launum við við breytingar á launatöxtum.

En taxtafólkið fær lítið út úr þessum samningum og miklu minna en þeir sem hafa meira með launaskriði.

Anna Sigríður, ég var aldrei hrifinn af Jakanum og við áttum gjarnan í erjum vegna þess hve ósammála við vorum gjarnan. Hann var ekki minn maður.

Kristbjörn Árnason, 23.1.2014 kl. 07:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband