Dæmigerður baksamningur ASÍ við SA

 Hin þægu þý, er jafnan þægilegast að hnoða

  • Er sýnir ljóslega hvernig ASÍ vinnur gegn þeim félögum innan sambandsins sem reyna að sýna einhvern dug í kjarasamningum til að ná meiri árangri en þau duglausu.
    .
  • En samtök atvinnurekenda hafa einmitt leikið þann leik árum saman að etja saman félögunum innan ASÍ og tryggja hag Duglausa sambandsins í baráttunni við baráttufélögin.
    .
  • Atvinnurekendur hafa einmitt notað þá samningstækni, að þeir byrja á því að binda Duglausu deildina og látið hana síðan vinna með sér.
Forystumenn Duglausa sambandsins. Gylfi ræður engu um þessa stefnu, en það ger a forystufélögin í Duglausa sambandinu sem stjórna hans gerðum, hann er aðeins verkfæri í þeirra höndum þótt hann reyni stundum að slá um sig í góðra vina hópi.

 Í frétt Moggans segir einmitt:

 „Við reiknum með að þegar niðurstaða kosninga um þennan viðauka liggur fyrir hjá félögunum sem felldu, þá verði í beinu framhaldi gengið frá sambærilegum samningum við þau félög sem samþykktu.“

Þetta segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA, í Morgunblaðinu í dag um hækkanir orlofs- og desemberuppbóta í nýju kjarasamningunum. SA hafa rætt við félög sem samþykktu desembersamningana um með hvaða hætti verði staðið að þessu.

Meiri hræsni hef ég sjaldan heyrt en þessi orð:

„Við erum í sameiginlegri vegferð með verkalýðshreyfingunni á almennum vinnumarkaði og því er mikilvægt að þeir samningar séu í sama tímaramma.“

Samtök atvinnurekenda hafa ASÍ félögin í bóndabeygju kredit kortanna og okur lánskjaranna í landinu. Þetta væri ekki hægt ef lögin frá maí 1983 væru afnumin.

ASÍ getur auðveldlega losað sig undan helsi þeirra ef vilji til þess væri fyrir hendi þar á bæ.


mbl.is Fá sambærilegar viðbótarhækkanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband