Kjördæmapot forsætisráðherrans

  • Á meðan almenningur hamast á forsætisráðherra og ráðherrum hans potar hann í sínu kjördæmi sem aldrei fyrr

Á þessu kjörtímabili hefur 205 milljónum verið ráðstafað  í verkefni frá forsætisráðuneytinu.

Samkvæmt Sigurði Má Jónssyni, upplýsingafulltrúa forsætisráðuneytisins er hér um átaksverkefni að ræða, atvinnuskapandi og er þessum fjármunum beint í farveg á uppbyggingu menningarminja. Þetta eru peningar sem alla jafna er ekki sótt um heldur ráðstafar ráðuneytið sjálft út þessum peningum í átaksverkefni sem ráðuneytið telur atvinnuskapandi.

 

Athygli vekur að tæplega helmingur alls fjár sem hefur verið deilt út í þessum málum, samkvæmt svari forsætisráðherra við fyrirspurn Brynhildar Pétursdóttur, fer í kjördæmi ráðherrans. Af 205 milljónum er 97 milljónir áætlaðar í NA kjördæmi í alls 10 verkefni.

Verkefnin sem um ræðir eru:

  1. Hús leikfélags Dalvíkur (Ungó) (10 millj. kr.).
  2. Lúðvíkshús í Neskaupstað (10 millj. kr.).
  3. Steinsteypt fjárrétt í Norðfjarðarsveit (2 millj. kr.).
  4. Veghleðslur á Breiðdalsheiði (5 millj. kr.).
  5. Gamla apótekið á Akureyri, Aðalstræti 4 (15 millj. kr.).
  6. Kvíabekkur við Húsavík (10 millj. kr.).
  7. Gæruhúsið: Flutningur frá Akureyri til Siglufjarðar (20 millj. kr.).
  8. Stríðsárasafnið á Reyðarfirði (6 millj. kr.).
  9. Skipasmíðastöð Austurlands (15 millj. kr.)
  10. Þverá í Laxárdal (4 millj. kr.).
Þessi frétt kemur fram á fréttamiðlinum Akureyri -- AKV.is

mbl.is Tæplega 29 þúsund undirskriftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband