Forsendur kjarasamninga þegar brostnar

Þær breytingar sem hafa orðið á verðlagsþróunn síðustu tveimur mánuði sýnir ljóslega að samningsaðilar á vinnumarkaði ráða engu um þróun á verðlagi. Það er í mesta lagi að þeir aðilar hafi nokkurt vald á launaþróun.

 

En laun í almennum atvinnurekstri er ekki nema vel  innan fjórðingur af rekstrar-kostnaði fyrirtækja ef rekstur er eðlilegur. Þannig að kjarasamningar hafa ekki haft nein áhrif á verðlagsþróun á almennum neysluvörum. 

Atvinnurekendur varpa jafnvel enn meiri hækkunum út í verðlag en breytingar á launum einum og sér gefa forsendur fyrir. Þannig hefur það raunar alltaf verið.

Þá eiga eftir að koma inn í myndina t.d. verðlagsþróun byggingarverðs sem hefur einnig áhrif á lána-  og húsnæðimál. Hætt er við að þar hafi hækkun orðið enn meiri.

Hér má sjá töflu sem sýnir þetta og sýnir einnig hversu röng umræðan var hjá forystumönnum í samtökum atvinnurekenda var og forseta ASÍ.  Samningar eru í raun brostnir eftir aðeins tvo mánuði.


Janúar

Febrúar

%

     

Vísitala neysluverðs

233,0

234,6

2,1

2,1

Þar af:

    

Innlendar vörur og grænmeti

213,9

212,5

2,7

0,4

Búvörur og grænmeti

203,2

200,4

4,4

0,3

Innlendar vörur án búvöru

221,0

221,0

1,1

0,1

Innfluttar vörur alls

198,2

201,5

-2,1

-0,8

Innfluttar vörur án áfengis og tóbaks 

189,2

192,5

-2,6

-0,8

Dagvara

211,6

210,3

1,6

0,3

 Þessi tafla sýnir, að það er full ástæða fyrir því að hafna þessum kjarasamningum. Nú eru allar líkur á því að forysta grunnskólakennara ætli sér að feta sömu aumingja brautina. Enda vonlaus forysta sem sú stétt býr við.


mbl.is Mikil hækkun vísitölu neysluverðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleymirðu ekki aðalatriðinu varðandi verðbólgu, en það er fjölgun peninga í umferð?

Þar liggur meinsemdin.  Verðbólga nærist á fjölgun peninga án þess að verðmætin aukist að sama skapi.

Er Seðlabankastjóri starfi sínu vaxinn? 

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 27.2.2014 kl. 12:50

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Sæll Bjarni, ég var bara að benda á þessar staðreyndir og eða opinberu talnagögn sem sýna þessa stöðu. Það er einnig augljóst að það eru gríðarlegir peningar í svarta hagkerfinu og iðnaðarmenn njóta þess.

Ég kann ekki að leggja mat á seðlabankastjóra Bjarni, en veit þó að sennilega er Már besti seðlabankastjóri sem þjóðin hefur haft síðan Jóhannes Nordal var í starfi. Líklega hefur hann þegar unnið kraftaverk í viðreysn Íslands.

Seðlabankastjórinn er ekki í færum til að eltast við þetta svarta hagkerfi, það er verkefni ríkisstjórna á hverjum tíma. Vinstri stjórnin virðist ekki hafa haft bolmagn þess að afnema það þó hún hafi verið einhverja tilburði í þá átt.

Á mörgum sviðum eru markaðslaun miklu hærri en hinn opinberi markaður gerir ráð fyrir. Oftast eru þetta yfirboð til að fá menn til starfa þá sérstaklega iðnaðarmenn.

Það hefur lengi verið mín skoðun að lækka þurfi virðisaukaskattinn niður í ca. 15% og að allar greinar skili slíkum skatti. Nú býr þjóðin við þrjú skattþrep og þau eru hriplek.

Þá er það lífeyrissjóðaskatturinn sem í dag er 14,5% af öllum launum sem er gríðarlegur hvati til að vinna svart. Núverandi lífeyrissjóða-kerfi er gjörsamlega óhæft og óréttlátt frjálshyggjukerfi. Það er nauðsynlegt að fara aðrar og ódýrari leiðir sem allir landsmenn yrðu þá að taka þátt í.

Kristbjörn Árnason, 27.2.2014 kl. 13:13

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Gleymirðu ekki aðalatriðinu varðandi verðbólgu, en það er fjölgun peninga í umferð?

Meginorsakavaldur þess er verðtrygging útlána bankakerfisins. Án hennar væri varla nein verðbólga núna.

Guðmundur Ásgeirsson, 27.2.2014 kl. 13:21

4 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Sæll Guðmundur, ég vildi að þetta væri svona einfalt.

Það var auðvitað bullandi verðbólga á Íslandi löngu fyrir allar verðtryggingar það þekki ég sjálfur. Jafnvel þótt við værum með evru sem gjaldmiðil á Íslandi væri hér verðbólga vegna hagsmuna t.d. útgerðarinnar svo eitthvað sé nefnt.

Formlegir launataxtar stéttarfélaganna hafa lítið sem ekkert hækkað í 5 ár. Þannig að það ætti að vera ljóst að sá hópur fólks sem býr við það hlutskipti að lifa við umsamda launataxta verkalýðshreyfingarinnar eru ekki að slá um sig með auknu veltufé. Þetta hlutskipti er ekki að valda verðbólgu.

Það er að miklu leiti rétt hjá Bjarna hér á undan að það er gríðarlega miklir fjármunir í umferð á Íslandi. Þannig að með því að halda niðri launatöxtum stéttarfélaganna og allt annað leiki lausum hala þjóðfélag-inu hefur ekki áhrif á þensu og verðbólgu.

Hverjir eru það þá sem valda þessari þenslu á markaði og skapa um leið þessa verðbólgu og þörf fyrir aukinn lánskostnað?

Það hljóta að vera þeir sem t.d. hafa tekjur í evrum á kostnað annarra, einnig þeir búa við uppspennt markaðslaun og fá auk þess verulegan kaupauka í svörtu fé, ekki má gleyma þeim sem geta ævinlega varpað auknum kostnaði sínum út í verðlagið og þá má heldur ekki gleyma þeim sem njóta fríðinda af samfélaginu t.d. með verulegum skattfríðindum umfram sauðsvartan almenning.

Ég nefni hér aðeins nokkur dæmi um þensluvalda sem valda endalausri verðbólgu. Hér koma nokkrir fleiri . Þá eru ónefndir þeir sem liggja á samfélaginu með því t.d. að starfa algjörlega svart en eru opinberlega atvinnulausir eða með stimpil upp á óvinnufærni. Enn eru einhverjir óupptaldir og vísa til fyrri skýringa hér.

Strax í maí 1983 var ég virkur í andstöðu minni við það að verðtrygging á launatöxtum voru bannaðir með lögum en bankavextir og hvatt til þess að lán væru verðtryggð.Óréttlætið sem er að í gangi á Íslandi eru margir gjaldmiðlar. Króna - verðtryggð króna og erlendar myntir eins og dollar, nú evra.

Launamenn fá laun í krónum en greiða fyrir alla þjónustu, kaupa inn nauðsynjavörur og greiða af öllum samningum, þar með lánasamningum með verðtryggðum krónum.

Á meðan aðrir þiggja verðtryggðar krónur í laun fyrir sín störf og greiða alla hluti með sömu mynt.

Þá er það skatturinn. Launamenn greiða í skatta ca. 42% og í lífeyris-sjóði 14% af brúttólaunum sínum. Atvinnurekendur og þeir sem lifa af fjármagnstekjum greiða 20% í skatta og það af nettó launum.

Margar fjölskyldur lifa sínu lífi sem ehf. og greiða 20% heildarskatt af nettólaunum. Þeim fækkaði að vísu nokkuð við hrunið því margir voru þegar gjaldþrota þegar að hruninu kom.

Nú er ég búinn að telja upp flesta þá sem valda þenslu og verðbólgu

Kristbjörn Árnason, 27.2.2014 kl. 15:34

5 identicon

Ef svarta hagkerfið notast við krónur og er ekki að fjölga þeim krónum sem eru til, þá veldur það ekki verðbólgu. 

Hugsaðu um það Kristbjörn að það eru til ókjör af krónum sem eru fastar í landinu (gjaldeyrishöft) vegna þess að þær eru einfaldlega verðlaus froða frá bólutíðinni fyrir hrun. Ef þessar verðlausu krónur færu af stað inn í hagkerfið þá gætu þær krónur sem eru fyrir lækkað allt að því fimmfalt.  Geturðu ímyndað þér verðbólguna sem af því hlytist ef dollarinn færi í 600 krónur á fáeinum vikum eða mánuðum.

Veltu svo fyrir þér hvað gerist þegar Seðlabankinn í örvæntingafullri viðleitni sinni að redda gjaldeyri fyrir hagkerfið, býður jafnvel tvöfallt verð fyrir evruna/dollarann, hvaðan koma þessir peningar sem hann greiðir gjaldeyrinn með? Ekki síður skaltu hugsa um hvert þeir fara og hvaða skaða þeir valda í hagkerfinu þegar "Björgúlfarnir" og "Ólafarnir" koma með erlenda gjaldeyrinn og fá allar þessar krónur fyrir og fara að fjárfesta fyrir þær í Íslenska hagkerfinu.   

Lífeyrissjóðirnir eigja þarna líka skjótfenginn gróða að koma heim með erlent fjármagn og fá í staðinn nýprenntaða seðla hjá Má.

Verðbólgan stafar af því að það er verið að fjölga peningum í hagkerfinu, það eru þeir sem bera ábyrgð á þeirri aukningu peninga sem bera ábyrgð á verðbólgunni og þeim þjófnaði verðmæta sem hún veldur. 

Og jú, vextir eru afskaplega áhrifaríkt tæki til að fjölga peningum. Vextir auka verðmætin í veldisfalli en raunhagkerfið er oftar línulegt. Ef vextirnir eru ekki hóflegir þá búa þeir til pappírshagkerfi sem verður ekki í samræmi við raunhagkerfið nema með aftöppun. Venjulegast með verðbólgu en stundum verður truflun á aftöppuninni og hún verður skyndileg og mikil, þá verður efnahagshrun.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 27.2.2014 kl. 20:28

6 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Takk fyrir þessar ábendingar Bjarni, ég var ekkert að hugsa um þetta leynda vandamál eða snöruna sem þjóðinni var komið í fyrir og strax eftir hrun.

Mig skortir þekkingu til að fjalla um þau mál.

Takk fyrir innlitið

Kristbjörn Árnason, 27.2.2014 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband