Sáttasemjari verður að sinna sínu hlutverki

  • Samtök atvinnurekenda hafa þegar byrjað gríðarlegan áróður sem á að byggja undir þann undirróður, að kostnaður vegna kjaradeilunnar sé einn milljarður á dag vegna aðgerða flugvallastarfsmanna. M.ö.o. þeir reyna að varpa ábyrgðinni á launamenn.

  • Blaða-og fréttamenn gleypa við þessum áróðri eins og hann sé sannur og réttmætur. Allir vita að þessi vinnudeila er fullkomlega lögleg auk þess sem launamenn hafa farið mjög hægt á stað í aðgerðir. 

En aðilar að kjaradeilunni eru tveir, þ.e.a.s. launamenn í 400 manna stéttarfélagi sem stendur eitt og óstutt í þessari baráttu. Þetta eru félagar í ASÍ og ljóst er að heildarsamtök launamanna á almennum vinnumarkaði kýs að snúa baki við þessum félögum sínum. 

M.ö.o. ASÍ svíkur þessa félaga sína vegna þess að sambandið hefur kosið að standa frekar með samtökum atvinnurekenda. Þetta er bara eitt af mörgum dæmum í gegnum tíðina þar sem ASÍ svíkur sína. Það ætti að sýna það kýrskýrt hversu vafasamt það er að ASÍ sjálft sé samningsaðili í kjarasamningum.

Hinn aðilinn eru samtök atvinnurekenda sem treysta því að ríkisstjórnin muni setja lög á vinnudeiluna og þeim sökum telja þeir sig ekki þurfa að ansa þessu fólki. Ef það er einhver kostnaður sem fellur til vegna deilunnar er það einnig jafnstór ef ekki stærri sök atvinnurekenda. 

Sáttasemjari getur sett fram miðlunartillögu við þessar aðstæður sem færi bil beggja aðila. Það er fullkomlega eðlilegt og nauðsynlegt við þessar aðstæður. Ef aðilar höfnuðu slíkri tillögu væri rétt til athugunar að setja lög á deiluna er gerði ráð fyrir svipaðri launahækkun og miðlunartillagan gerði ráð fyrir. 

Ef ríkisstjórnin færi niður fyrir það er ljóst aðhún tekur afstöðu með öðrum aðilanum. Þá verður að segja eins og er, að þetta eru mjög einkennileg vinnubrögð hjá samtökum atvinnurekenda. Viðræður um nýjan kjarasamning hefði hátt að hefjast fyrir hálfu ári síðan. 

Ríkissáttasemjari verður að vinna vinnuna sína og framsetning miðlunartillögu er nauðsynleg við aðstæður sem þessar.

mbl.is „Vonandi góðar fréttir á morgun“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Félag flugmálastarfsmanna er ekki aðildarfélag ASÍ, flugvallarstarfsmenn eru ekki félagar í ASÍ. Þú getur eins ásakað LÍÚ eða Mæðrastyrksnefnd í visku þinni.

Hanna (IP-tala skráð) 27.4.2014 kl. 23:39

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Hér er ég upplýstur um að flugvallarstarfsmenn séu ekki innan vébanda ASÍ. Þá veit ég það, en hélt satt að segja að svo væri eftir breytingarnar.

Það er gott að ég hafði ASÍ fyrir rangri sök í þessu efni, en hitt stendur að ASÍ hefur iðulega ekki stutt við stéttarfélög launamanna fari þau aðra leið en heildarsamtökin.

Gott væri að þessi Hanna sem ég veit engin deili á sýni að sér örlitla kuteisi.

Kristbjörn Árnason, 28.4.2014 kl. 07:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband