Fyrrum ráðherra virðist ekki kunna að skammast sín

  • Orð sem koma úr hörðustu átt

Ingibjörg Sólrún átti varla val um það hvort hún gæti haldið áfram í stjórnmálum eða ekki.

Bæði var að hún varð mjög alvarlega veik  og síðan hafði hún svikið kjósendur Samfylkingarinnar mjög alvarlega með því að fara í stjórn með Geir Haarde

Einnig sýnt þeim ótrúlegan hroka er hún kom til fundar við almenning í Háskólabíói. Hún brenndi allar brýr að baki sér.

Mjög stór hluti þeirra sem mættu á Austurvöll vikulega og hrökktu ríkisstjórn Geirs Haarde og Ingibjargar Sólrúnar frá völdum voru einmitt kjósendur Samfylkingarinnar.

Einnig fjölmenntu þeir að Þjóðleikhúsinu þegar Samfylkingin hélt sinn fund ákvað að segja sig úr ríkisstjórninni. Almenningur var búinn að afskrifa Ingibjörgu Sólrúnu og Geir sem stjórnmálamenn.

Rannsóknarnefnd Alþingis hafði nafngreint fjóra ráðherra í þessu ráðneyti þeirra og taldi þá alla hafa brotið stjórnarskránna.

Mistökin voru auðvitað þau , að þau voru ekki öll kærð til Landsdóms.  Úr því að þessi dómsstóll var og er enn við lýði og hefur mjög alvarlegt hlutverk. Það var hans að dæma samkvæmt stjórnarskránni og eða sýkna.

Það var auðvitað í hæsta máta ósanngjarnt að mál aðeins eins ráðherra var kært til dómstólsins. Fleinninn var þá rekinn þegar aðeins einn ráðherra var kærður til dómsins.

Það kom auðvitað í ljós að alþingismönnum var ekki treystandi til að fara með þessi mál. Stór hluti þeirra var e.t.v. samsekur ráðherrunum.

Einnig að alþingismenn og ráðherrar geta ekki verið dómarar í eigin málum.

  • Dómstóllinn dæmdi samkvæmt gildandi lögum. 

Ingibjörg Sólrún eða aðrir stjórnmálamenn eiga ekkert með það að setja sig upp á háan hest varðandi Landsdóm.

Úr því að ekki er enn búið að leggja af þennan dómstól og færa verkefni hans inn í hæstarétt með sérstökum lögum. Var þó búið að flytja árum saman frumvörp um það. 

Það er auðvitað ekki sæmandi fyrir Ingibjörgu Sólrúnu að tala með þessum hætti, hún sem fyrrverandi ráðherra reynir þannig að gera þannig lítið úr dómstólum landsins.

Henni sjálfri var hlíft, væntanlega vegna veikinda hennar.  En um leið hefur hún ekki verið sýknuð af ásökunum rannsóknarnefndarinnar. 

Geir hefur það nefnilega fram yfir hana, að hann var sýknaður af nokkrum ákæruliðum.  

 


mbl.is Aldrei séð eftir því að hafa hætt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Sighvatur Björgvinsson sendir Ingibjörgu tóninn í viðtali við RÚV. Er Samfylkingin að missa tengsl við kjarna kjósenda sinna?

„Hún hefur ekki ræktað þau tengsl nægilega vel að mínu mati. Það er ekki nóg að hafa samband við forystumennina í félögunum heldur hafa samband við fólkið sjálft. Það er það sem á í vanda. Það er ekki Samfylkingin sem á í vanda heldur fólkið sem Samfylkingin á að berjast fyrir. Það er vandi Samfylkingarinnar að gera sér grein fyrir því,“ segir Sighvatur Björgvinsson fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins.

Sighvatur Björgvinsson fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins.

Sighvatur Björgvinsson fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins.

Sighvatur rifjar upp að Samfylkingin hafi verið stofnuð sem breiðfylking jafnaðarmanna en líka til að vera valkostur við stjórnarfar á móti Sjálfstæðisflokknum. 

„Fyrrverandi formaður (Ingibjörg Sólrún) steig hins vegar það skref að ganga til liðs við þann flokk sem Samfylkingin átti að bjóða sig fram gegn. Án þess að ná nokkru fram af þeim megin stefnumálum sem Samfylkingin barðist fyrir. Þannig að hún verður nú líka að líta svolítið í eigin barm,“ segir Sighvatur og er þar að vísa til þess að Ingibjörg Sólrún myndaði ríkisstjórn með Geir H. Haarde og Sjálfstæðisflokknum eftir þingkosningar árið 2007. 

Kristbjörn Árnason, 4.4.2015 kl. 19:59

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Ingibjörg Sólrún var algjörlega afskrifuð í pólitík eftir að hún fór með Samfylkinguna upp í hjá Geir Haarde og engin vildi sjá hana eftir hrunið. KJósendur Samfylkingarinnar voru þeir sem voru mest áberandi á Austurvelli hvern einasta laugadag í marga mánuði og linntu ekki látunum fyrr en ríkisstjórnin hraktist frá völdum 

Ingibjörg Sólrún átt enga möguleika á því að halda áfram í pólitík 

Kristbjörn Árnason, 4.4.2015 kl. 20:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband