Launamenn eru ekki að biðja um aðkomu ríssjóðs að kjarasmningum

  • Það er aumingjaskapur samtaka atvinnrekenda sem er með endemum, sem ekki treysta sér til að greiða launafólki mannsæmandi laun.
    *
  • Þeir eru sífellt að væla um ríkisstyrki. Þeir hafa misst tiltrúnna á einkaframtakið

Allar götur frá því að vígtennurnar voru dregnar úr verkalýðshreyfingunni með lögum í maí 1983 þegar samningsfrelsi verkalýðsfélagana var alvarlega skert og verðtryggðir bankavextir gefnir frjálsir hefur verið leitað að ýmsum aðferðum til að hækka kaupmátt án verulegra launahækkana.

Ástæðan var einföld, ef laun á vinnumarkaði hækkuðu almennt hækkuðu bæði vextir og skuldir fólks vegna húsnæðilána í kjölfarið. Bílalán nánast óþekkt.

Allskonar skýringar hjá stjórnmálamönnum í nútímanum hvers vegna farið var í þessa þjóðarsáttarsamninga eru oftast kostulegar og ekki neinum takti við raunveruleikann
.

En ég var reyndar þátttakandi í allri þessari samningsgerð alveg frá upphafi og veit að fjölmargar eftirá skýringar ýmissa félaga eru í meira lagi hæpnar og til ætlaðar að slá upp dýrðarljóma á einstaka persónur sem ekki getur staðist.

Allar götur frá 1985 voru gerðar ýmsar tilraunir með að auka kaupmátt með því að fara í kringum vístöluna. Það var í raun verið að spila með fyrirbærið.

Þá var horft til verðlags á ýmsum þáttum sem vigtuðu mikið í verðtryggingar grundvellinum (sem var vísitalan) og gerðar ráðstafanir til að lækka verð á tilteknum hlutum.

Slíkar ráðstafanir auka ekki almennan kaupmátt nú eru flestar neysluvenjur breyttar og fólk vill ráða sinni neyslu án tillits til úreltra viðmiða.

Á þessum tíma komust samtök atvinnurekenda á bragðið, og síðan hafa þessi samtök alltaf notað tækifærið í hvert sinn þegar samningar félaganna eru lausir að fara hnéin til að fá enn frekari rísstyrki til að greiða launafólki laun.

Nú er sama ballið byrjað sem oft áður. Staðan á vinnumarkaði er mjög erfið og snúin, segir Þorsteinn (atvinnurekenda bossi), segir gjá sé milli samningsaðila og erfiðlega gangi að finna flöt til að semja á.

Hann segir að ríkisstjórnin hafi sýnt ríkan og mikinn vilja til að koma að lausn þessara mála og að hjá henni geti verið að finna það sem vantar til að leysa málin.

En til þess að atvinnurekendum takist að halda niðri launatöxtum verða þeira að smala saman verkalýðsfélögunum í einn hóp og etja þeim saman hverju gegn öðru með hvers kyns baktjaldamakki. Hinum og þessum vinnu-staðalausnum er lofað sem ekki verða gerðar opinberar.

Það ríður á, að stöðva þennan væl atvinnurekenda, en þeir hafa undanfarna mánuði tekist að fá niðurfell-ingar á t.d. innflutningsgjöldum og fleiru sem eykur álagningu t.d. þeirra sem selja innfluttar vörur. Fatakaupmenn vilja fá enn frekari lækkun á gjöldum.

Fyrir nokkrum dögum fóru byggingaverktakar á stjá og vildu láta almenning greiða niður byggingalóðir og hvers kostnað vegna skipulags á hverfum t.d. í Reykjavík. 

Þá vilja þeir minnka kröfur opinberra aðila um útfærslur á almennu íbúðarhúsnæði húsnæði íslendinga. Allt svo þessi fyrirtæki geti aukið álagningu sína. 

Það skiptir máli að hækka nú lágmarkslaun í landinu, hækkun á öðrum launum skipta miklu minna máli á þessum tímapunkti. Þá skiptir máli að hafa gildistíma kjarasamninga mismunandi.


Eitt aðal loforð atvinnurekenda í þjóðasáttarsamningum 1990 var að þróa verulega hækkun á lægstu launum. Ekki með einhverjum vísitölutrixum heldur raunverulega.

Það var strax svikið á ríkisstjórnarárum Davíðs Oddssonar.

Allar ríkisstjórnir frá þessum tíma hafa staðið fast með samtökum atvinnurekenda. Rétt eins og Þorsteinn Víglundsson viðurkennir. Ríkið er tilbúið að hjálpa atvinnurekendur ef samið verður án þess að verðbólga aukist þeirra vegna. 

  • Það þýðir ekki endilega það að laun hækki ekki um eitthvað sem skiptir máli.
    *
  • Heldur miklu fremur um að atvinnurekendur varpi ekki út í verðlagið verðhækkunum sem þeir segja að sé vegna launahækkana.
  • Atvinnurekendur hafa þegar borð fyrir báru þar sem eru markaðslaunasamningar sem ekki ættu að hækka.
Ríkisstjórnin hefur sýnt ríkan og mikinn vilja til að koma að lausn kjaradeilna, segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Viðræður hafa litlum árangri skilað.
RUV.IS

mbl.is Fóðra ekki verðbólgusamninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband