Fjármálaráðherra bendir á mikilvæg atriði er varðar kjaramálin

  • Í fyrsta lagi er það mikið fagnaðarefni að verkalýðsfélögin hafa til þessa ekki sett fram neinar kröfur til stjórnvalda.
  • Greinilega er ætlast til þess af  t.d. Starfsgreinasambandinu að fyrirtækin axli þá ábyrgð sjálf að standa undir réttlátum kröfum um að innan 3 ára verði lágmarkslaun komin í 300 þúsund.

Þess er rækilega gætt að blanda ríkisvaldinu ekki inn í myndina, því verður það tæplega útspil fyrir stjórnvöld nú, að spila út einhverjum óljósum hugmyndum um félagslega lausnir í húsnæðismálum.

Þótt mikil þörf sé á rótækum úrbótum í þá átt. En það getur ekki orðið að eðlilegri skiptimynt í kjaramálum láglaunafólks nú. Ríkisvaldir skuldar almenningi úrbætur.

Í þessu sambandi er vert að benda á þá staðreynd, að það er launafólks sem greiðir öll launtengd gjöld í atvinnulífinu.

Verkafólk er minnugt þess, að það voru einmitt núverandi stjórnarflokkar sem slátruðu félagslega húsnæðislánakerfinu 1998.  

Reynslan sýnir að ekki getur verið eðlilegt að styrkja endalaust fyrirtækin með ýmiskonar ríkisstyrkjum svo atvinnureksturinn geti greitt mannsæmandi laun.

Öll inngrip ríkisvaldsins nú, með miklum fjáraustri í tengslum við kjarasamninga eru ekki til að styrkja stöðu launamanna, heldur til að gefa illa skipulögðum atvinnufyrirtækjum fé.

Það eru einmitt almennir launamenn sem greiða skattanna í þessu landi, það gera ekki atvinnurekendur og eða þeir sem lifa af fjármagnstekjum. Hálaunamenn eru einnig aðilar sem njóta skattaívilnanna.

  • Á Íslandi ríkir ekki stöðugleiki á meðan lægstu launataxtar eru fyrir neðan fátækramörk

Auðvitað gera háskólamenntaðir aðilar sem starfa fyrir ríkið bæði beint og óbeint kröfur um að ríkissjóður greiði þeim hærri laun.

Nú eru stjórnvöld svo óheppin að þetta er starfsfólk sem starfar í heilbrigðiskerfinu. 

Átök þessi eru til óþæginda fyrir sjúklinga og bera stjórnvöld fulla ábyrgð á því hvernig komið er, ekki síður en stéttarfélög háskólamanna. Þetta er deila tveggja aðila sem báðir bera jafna ábyrgð

Nú eru það ekki nemendur grunnskólanna sem blæða en stjórnvöld hafa í gegnum árin sýnt að þeim er slétt sama um hagsmuni nemenda, nú eru það sjúklingar og þjóðin lætur það ekki líðast.

Ríkisstjórnin verður  að svara kalli síns starfsfólks en getur ekki gert kröfur um að láglaunafólkið sætti sig við þá stefnu sem þar verður mótuð hjá þessum samningsaðilum.

Háskólagengið launafólk lifir um 7 - 8 árum lengur en l+aglaunafólk og heldur óskertri heilsu miklu lengur. Því er starfsæfi þeirra mun lengri en haldið hefur verið fram.


mbl.is Grunnstoðir ítrekað í gíslingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband