Hagfræðingur sem talar eins og barn

  • Ótrúlegur hagfræðingur sem heldur því fram í viðtali við RÚV í gærkvöld, að auka þurfi framleiðni þjóðarbúsins til að hægt verði að hækka laun umfram þrjú til fjögur prósent.
    *
  • Þetta segir Ásdís Kristjánsdóttir, hagfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins.

Þessi framsetning er bara barnaleg í ljósi þess, í fyrsta lagi kennir hún ríkisvaldinu um að hafa ekki staðið sig í að halda niðri útgjöldum. Þetta er rangt.

  • Hitt er staðreynd, að núverandi ríkisstjórn hefur verið að lækka eðlileg veiðigjöld af útgerðinni og lækka skatta á hálaunafólki.
    *
  • Aðgerð sem hefur mjög mikil áhrif á framleiðni þjóðarbúskapsins til hins verra, á sama tíma og skattar á láglaunafólki er í hámarki.

Hún sleppir því auðvitað viljandi að minnast þess, að það launafólk sem er í kjarabaráttu hefur engar kröfur gert á ríkisvaldið.

 

Launafólk hefur ekki lagt fram kröfur um að ríkisvaldið bjargi atvinnurekendum eina ferðina enn. En Samtök atvinnurekenda eru sífellt að biðja um ríkisstyrki.

Verkafólkið er heldur ekki að biðja um launahækkun fyrir alla launamenn, heldur aðeins að lægstu laun verði innan þriggja ára komin í 300 þúsund. Það hefur ekkert með ríkisreksturinn að gera.

  • En það er hinsvegar alveg rétt, að nauðsynlegt er að auka framleiðni í atvinnulífinu. Það hefur verið vitað í áratugi, en það er bara ekki í valdi launafólks.
    *
  • Launafólk skilar vinnuafköstum alveg á við launafólk í öðrum samanburðarlöndum.

Það er auðvitað verkefni eigenda fyrirtækjanna að sjá til þess að allt skipulag í rekstri auki framleiðni og  að það sé verið að framleiða verðmeiri framleiðsluvörur sem skila meiri arði.

Við hrunið sást einnig hvernig atvinnurekendur hafa kappkostað að halda niðri framleiðni í atvinnurekstr-inum og settu með því allt á hliðina. 

Eigendur fyrirtækjanna hafa í gegnum tíðina skuldsett fyrirtækin í drep, þeir hafa stolið öllu fémætu út úr fyrirtækjunum áratugum saman sem þeir hafa getað og kallað það rýrnun í bókahaldi.

Þeir hafa einnig ásakað starfsfólk sitt og viðskiptavini um þjófnaði úr fyrirtækjunum. Þá hafa þeir látið fyrirtækin halda upp búrekstri sínum.  

Hvernig eiga launamenn að taka svona aðila alvarlega?

  • Í gær gerði Akranesfélagið vinnustaðasamning við Granda, því er haldið fram að fiskvinnslu starfs-fólk í fyrirtækjum Granda muni hækka í launum um sem svarar til 50 þúsunda á mánuði + það sem kemur út úr kjarasamningum Starfsgreinasambandsins.
  • Það má gjarnan koma fram, að fiskvinnslufólk er almennt með hærri laun en 300 þúsund á mánuði.

Nú er farinn að heyrast sá áróður, að átökin á vinnumarkaði tengist því, að í landinu er hægri stjórn.

Kjósendur Sjálfstæðisflokksins ættu að vara sig á slíkri umræðu.T.d. eins og að bendla formann Starfsgreinasambandsins við slíkt.

Hann hefur verið virkur félagsmaður í Framsóknarflokknum í áratugi. Þá eru flokksmenn í Sjálfstæðisflokki mjög áhrifamiklir í ASÍ.

Villi Akranes formaður hefur t.d. að ósekju verið bendalaðr við Framsókn. En ég held að hann sé algjörlega óflokksbundinn


Engin ríkisstjórn á Íslandi hefur verið í eins löngu fríi frá verkafallsátökum og ríkisstjórnir Davíðs Oddssonar. 

 


mbl.is Laun á Íslandi þau 7. hæstu í Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Held að þetta sé sem þú skrifar eitthver mesti sannleikur sem ég hef lesið fyrr og síðar. Manni verður óglatt af þessari viðbjóðs græðgi og ógeði þessara fáu sem eiga allt. Ég ber mikkla ábyrgð í mínu starfi. Ek rútum með þetta frá 15 og upp í 71 farþega. Ég er með 238þús á mánuði sem, er hæsti taxti sem hægt er að komast á. Tvöhundruðþjátíuogáttaþúsund.

óli (IP-tala skráð) 24.4.2015 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband