Enginn er óbarinn biskup

  • Enginn verður óheiðarlegur af því einu að lenda í alvarlegum fjárhagserfiðleikum.
    *
  • Þ.e.a.s. ef viðkomandi reynir ekki að komast hjá sannleikanum til að hagnast í því fjárhagslega á kostnað annarra.  

Vandinn er bara sá, að Illugi hefur verið ráðherra í tvö ár án þess að þessi staða hans sé uppi á borðum er veikir mjög trúverðuga stöðu hans sem ráðherra.

Auðvitað má segja að öðrum komi þetta mál ekkert við, því þetta er einkamál fjölskyldunnar.

Þá rifjast auðvitað upp mál hans í Glitni forðum sem hann sem betur fer komst frá án þess að félli blettur á æru hans.

  • Þá hefur Illugi þegið háa prófkjörsstyrki

Nú vaknar spurningin um hvort ráðherrann sé algjörlega án áhrifa frá þessum aðila sem kaupir af honum hús-eignina sem hann var að missa.

Var verðið eðlilegt miðað við markaðsaðstæður á þeim tíma og eru leigukjörin eðlileg.

Hvers vegna vakna þessar spurningar?

Jú það er vegna þess, ráðherrann fer í vinnuferð til Kína á vegum þessara aðila sem kanski björguðu  honum frá gjaldþroti

Breytir þá engu þótt hann segist hafa verið í heiðarlegri vinnuferð sem ráðherra. Blikkljósin láta ljós sín skína engu að síður. 

Er hann að segja satt?  Verður hann nokkurntíma trúverðugur eftir þessa ferð í ljósi atburðanna.Er hann algjörlega óháður þessu fyrirtæki?

Eftir á er auðvelt að segja, að Illugi hefði átt að upplýsa um stöðu sína áður en hann var valinn sem ráðherra. 

Einkum vegna þess að flokkur hans hefur ekki sloppið við alvarlegan spillingar stimpil.


mbl.is Illugi þurfti að selja íbúðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Aumingja maðurinn.

Allt sem hann kemur nálægt virðist fara á hausinn.

Hann ætti kannski bara að sleppa því að koma nálægt rekstri?

Guðmundur Ásgeirsson, 26.4.2015 kl. 15:37

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Illugi Gunnarsson er greinilega í ólgusjó. Hann hefur lent í alvarlegum ógöngum sem erfitt verður að komast út úr. Auðvitað vonar maður að allt gangi heiðarlega og vel fyrir ráðherranum. 

Kristbjörn Árnason, 26.4.2015 kl. 15:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband