Fasistar gera nú kröfur um afnám lýðræðislegra réttinda launafólks.

Í landinu ríkir hrein óstjórn, núverandi ríkistjórn hefur algjörlega misst alla stjórn á samfélaginu.

Hún vill flýta sér til að ljúka þingdögum Alþingis svo hægt sé að leggja lokahönd á bráðbirðalög um að afnema verkfallsréttinn. Rétt eins og fasistar hafa gert víða um lönd, rétt eins og í gamla Rússlandi, þýskalandi, á Ítalíu, Portugal og í fleiri löndum 

Það er reyndar ljóst að ef það verður reynt, verður allt vitlaust í landinu.

Það sést einnig hversu svartsýn núverandi stjórnvöld eru og úrræðalaus í öllum atvinnumálum.

Vinnubrögð hægri flokkanna sýna auðvitað þeim sem vilja sjá, hversu litla trú þessir hægri flokkar hafa á íslenska atvinnuuppbyggingu.

Þeir hafa greinilega eins og bakland ríkisstjórnarinnar í samtökum atvinnurekenda misst trú á einstaklingsframtakið í landinu. Þeir lafa sífellt í pils-faldinum á ríkissjóði.

Atvinnufyrirtækin lifa á bónbjörgum og launamenn verða að halda uppi fyrirtækjarekstri í landinu. Fyrirtækin hafa sífellt verið háð félagslegri aðstoð allt lýðveldistímabilið.

Að manni læðist sá sterki grunur að ákveðnir þingmenn og ráðherrar þessarar ríkisstjórnar ásamt stjórnmálaflokkum sem að þeim standa hafi einfaldlega verið keyptir af erlendum aðilum.

Það er ekki einleikið hversu oft þessir menn þurfa oft að hitta agenta ýmissa auðhringa úti í heimi.

Í fyrri ríkisstjórn, Jóhönnu og Steingríms var viðburður ef forsætisráðherra og eða fjármálaráðherra fóru út fyrir skerið.

Það er rétt sem Indriði segir, að Landsvirkjun hefur rétt nægar tekjur til að greiða vexti og afborganir af skuldum sínum og fái ekki eðlilegan arð af þeirri ógnarfjárfestingu sem Landsvirkjun og ríkið hefur lagt í virkjanir.

Hvað þá að þessar fjárfestingar skili nógum arði til að greiða niður afskriftir vegna mannvirkja.

Fyrrum ríkisskattstjóri segir orkuauðlindir landsins, að frátöldum jarðhita til upphitunar, nánast þýðingarlausar fyrir íslenskt efnahagslif þar sem arðurinn af þeim rennur í vasa þeirra sem auðlindirnar nýta.
EYJAN.PRESSAN.IS

mbl.is „Velferð þjóðarinnar í húfi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Hansson

Síðasta ríkisstjórn reyndi af alefli að vinna íslenskri þjóð sem mest tjón öll fjögur árin.

Flokkarnir sem að henni stóðu fengu algera rassskellingu í síðustu kosningum og í hefnd

fyrir það halda þeir áfram að alefli. Skemmdar starfssemi,innan verkalíðsfélaga og á þingi.

Ég efast ekki um að þú ert yfir þig hrifinn og ánægður.

Snorri Hansson, 21.5.2015 kl. 16:02

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Snorri þú mátt alveg hafa þessa skoðun en hún er röng sem betur fer.

Eitt er þó rétt að vinstristjórn sem ekki hefur verkalýðshreyfinguna að bakhjarli má sér lítils á Íslandi þegar báðir hægri flokkarnir eru í raun hinn pólitíski armur samtaka atvinnurekenda. Þannig hefur það ætíð verið. Vinstri stjórnin hafði aldrei það vald sem hægri stjórnir hafa haft á Íslandi.

Jú víst er ég vinstri maður og er stoltur af því og hef verið virkur í verkalýðshreyfingunni. 

Það er mín skoðun að vinstri stjórnin stóð sig gríðarlega vel og hefur fengið mikla viðurkenningur stjórnmálamanna um allan heim. Það er stjórnin sem mokaði flórinn eftir ríkisstjórnir Davíðs Oddssonar. Sem skapaði þær aðstæður á Íslandi sem settu þjóðina raunverulega á hliðina Snorri minn.

Nú er Icesave málið að dúkka upp aftur og framundan er hörð varnarbarátta svo þjóðin lendi ekki í því að greiða hundruð milljarða til viðbótar við það sem þegar hefur verið greitt. Bara vegna þess að ekki mátti gera formlega samninga um þennan skandal.

En ég þakka þér fyrir innlitið Snorri

Kristbjörn Árnason, 21.5.2015 kl. 21:43

3 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Hér hefur hefur einhver Hilmar skrifað eitthvert skítkast inn á þessa síðu, án þess að vera viðurkenndur sem bloggari. Þetta er í raun nafnlaus aðili.

Efst á síðunn standa þessi orð:

Þeir sem skrifa í athugasemdir við bloggfærslur án þess að gefa upp nafn án viðurkenningar Mbl. eru strikaðir út ef þeir eru með óhróður um menn og málefni.

Kristbjörn Árnason, 21.5.2015 kl. 21:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband