Frábær grein Seingríms J Sigfússonar

  • Steingrímur hefur verið að senda frá sér frábæra og hárbeitta pistla að undanförnu.

Íhaldinu í báðum stjórnarflokkunum svíður undan þessum greinum og hefur nú skipulagt áróðursstríð gegn Steingrími þar sem fram koma svívirðilegar ásakanir.

Steingrímur segir:
,,Sögðum við ekki, öll sem eitt, á árunum fyrst eftir hrun að ein ríkasta skyldan við okkur sjálf og framtíðina væri að gera allt sem í okkar valdi stæði til að fyrirbyggja að slíkar efnahagslegar og félagslegar hamfarir af manna völdum gætu nokkurn tímann endurtekið sig? Jú, mig minnir það".

og einnig:

,,Frekari bati í afkomu ríkisins er því að stöðvast og verða að engu í höndum hinna reynslulitlu kyndara í Stjórnarráðinu".

síðan:
,,Það er ekki kviknað í, en eldsmaturinn er víða, og spurning hvort núverandi ráðamönnum okkar sé treystandi fyrir eldspýtunum. Um það hef ég miklar og vaxandi efasemdir eins og reyndar sístækkandi meirihluti þjóðarinnar ef marka má skoðanakannanir".

Það er ekki kviknað í, en eldsmaturinn er víða og spurning hvort núverandi ráðamönnum sé…
KJARNINN.IS

mbl.is Bankar seldir í flýti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Samstaða þjóðar

Steingrímur býður ennþá upp á sömu gömlu naglasúpuna. Auðvitað er ekkert að marka það sem hann segir, auk þess sem naglinn hans er orðinn svo tærður að stappar nærri geðveiki að nota hann áfram í súpu-gutl.

 

Eins og Steingrímur segir sjálfur, þá er hann að birta samtíning sem hann hefur fundið í ruslafötunni. Það er ekki þetta sem almenningur hefur áhuga á að sjá frá Steingrími, heldur vill þjóðin vita hvers vegna Steingrímur gaf hrægömmunum ríkisbankana.

 

Fyrir liggur að á síðustu 5 árum (2010-2014) hafa bankarnir tveir (Arion banki og Íslandsbanki) hagnast um nærri kr.235 milljarða. Hagnaðurinn liggur í eiginfé þeirra, sem hefur aukist um kr.209 milljarða og í arðgreiðslum kr.25 milljarðar. Márinn í Seðlabankanum hefur hleypt öllum arðgreiðslunum úr landi, í stað þess að þær ættu að geymast í bönkunum, þar til Íslendingar hafa rænu á að endurheimta þá.

 

Allur hagnaður bankanna tveggja er í raun ránsfengur sem hrægammarnir hafa komist yfir í skjóli Steingríms J. Sigfússonar. Almenningur er eigandi að þessu fjármagni og endurheimt ríkisbankanna er stærsta verkefni Íslendinga.

 

Loftur Altice Þorsteinsson.

Samstaða þjóðar, 4.6.2015 kl. 12:32

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Sæll Loftur og ég þakka þér fyrir innlitið.

Ég ákvað að birta þessa grein hér, ekki til þess að ég fari að verja það sem Steingrímur segir á nokkurn hátt. Hann gerir það best sjálfur og mér sýnist hann vera á svipuðum miðum og þú í skrifum sínum.

Mér finnst þú reyndar gera allt of mikið úr gamla framsóknarmanninum að norðan. Hann var aldrei eins valdamikill eins og þú telur að hann hafi verið. Raunar er ég á þeirri skoðun að þessi vinstri stjórn hafi verið ákaflega valdalítil miðað við hefðbundnar hægri stjórnir í landinu. Gömlu valdaöflin réðu öllu því sem þau vildu ráða einkum því sem snéri að þeirra hagsmunum.

Þessir aðilar eru nú allsráðandi og áhyggjur Steingríms vinar þíns eru því fullkomlega réttmætar. 

Síðan vil bara kveðja þig, það þarf engin að skipta um skoðun vegna minna skrifa. Ekki ætlast ég til þess að við verðum sammála og það er bara í góðu lagi.

Kveðja

Kristbjörn Árnason, 4.6.2015 kl. 15:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband