Á hann eitthvað bágt forsætisráðherrann?

  • Hann virðist halda að allir vilji vera vondir við hann rétt eins og hann sé með einhverja vænisýki.
    *
  • Hann ástundar álíka hundakúnstir í út úrsnúningum eins vandræða unglingur í grunnskóla sem hefur vonda samvisku.
    *
  • Hann svarar ekki eðlilega framkomnum fyrirspurnum með málefnanlegum hætti sem honum ber. Heldur er hann bara með hallærislegan skæting. 

 

  • En hér er samt heiðarlegt að birta úrkomu úr skýrslu um skuldaleiðréttinguna sem er pistill ,,Kjarnanum" í dag en aldrei varð nema þriðjungur af því sem hann og flokkur hans lofaði fyrir kosningar.
    *
  • Allt hefur reyndar komið fram sem gagnrýnendur sögðu að myndi verða útkoman og einnig hitt að það verða skattgreiðendur sem greiða kostnaðinn. Þ.e.a.s. launafólk einkum sem aðalega býr og starfar á þéttbýlisstöðum  landsins

Utanríkisráðherrann og flokksbræður hans meiga gjarnan vita það að stærsta þéttbýlissvæðið er Reykjavík og nágrannabyggðarlög borgarinnar. En þessir félagar eru algjörlega mótfallnir því að gera kostnaðarsamar úrbætur á samgöngum á því svæði.

Skýrsla um Leiðréttinguna komin út: Tekjuhæstir fengu mest

Meðallækkun á hófuðstól verðtryggðra húsnæðisskulda var mest hjá tveimur efstu tekjutíuundum umsækjenda. Meðallækkunin hjá tekjutíundum var á bilinu 890 þúsund krónur til 1.620 þúsund krónur.

Annað tekjubilið, það er næstlægsta tekjutíund þeirra sem fengu leiðréttingu, fékk minnstu lækkunina að meðaltali. Frá fjórðu tekjutíund fer meðalfjárhæðin hækkandi, mest fengu níunda og tíunda tekjutíundir.

  Screen Shot 2015-06-29 at 12.11.10

Þetta er meðal þess sem lesa má úr skýrslu fjármála- og efnahagsráðherra um niðurstöður höfuðstólslækkunar verðtryggðra húsnæðislána, hin svokallaða Leiðrétting. Skýrslan var lögð fyrir Alþingi í dag.

Hlutfallslega flestir sem sóttu um lækkun voru á aldrinu 46 til 55 ára, það eru þeir sem voru 41 til 50 ára árið 2008. Meðalskuldalækkun þeirra nam 1.360 þúsundum króna. Minnsta leiðréttingu fengu 35 ára og yngri en á myndunum hér að neðan er miðað við aldur framteljenda árið 2013, fimm árum eftir viðmiðunartímabilið.

Screen Shot 2015-06-29 at 12.14.23

 

Screen Shot 2015-06-29 at 12.14.01

Alls bárust 69 þúsund umsóknir um lækkun höfuðstóls verðtryggðra lána vegna áranna 2008 og 2009, en að baki þeim voru 105 þúsund fullorðnir einstaklingar. Af umsækjendum áttu liðlega 90 þúsund rétt á lækkun höfuðstóls en tæplega 15 þúsund áttu ekki rétt.

Í skýrslunni kemur fram að að samskattaðir hafi fengið hærri lækkun höfuðstóls að meðaltali en einstaklingar og heimili með börn hærri leiðréttingu en barnslaus.

„Tvær meginskýringar eru á mismun á upphæð lækkunar höfuðstóls eftir þjóðfélagshópum, fjölskyldustærð, búsetu, aldri og tekjum.

Annars vegar er íbúðaskuld mismunandi eftir þessum þáttum, hinir tekjuhærri skulda að jafnaði meira en fjölskyldur með lægri tekjur, hinir eldri minna en þeir sem yngri eru, stórar fjölskyldur skulda meira en hinar minni og íbúar landsbyggðarinnar skulda lægri upphæðir en þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu vegna lægra íbúðaverðs.

Hins vegar er lækkun höfuðstóls mismunandi eftir því hvaða fyrri úrræði íbúðareigendur höfðu nýtt sér. Að þessu slepptu er eðli höfuðstólslækkunarinnar það að sama upphæð skuldar fékk sömu lækkun höfuðstóls

1.250 heimili á Íslandi, sem borguðu auðlegðarskatt árið 2013, fengu lækkun á höfuðstól húsnæðisskulda sinna í aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Fjárhæðin sem þessi heimili fengu í leiðréttingunni svokölluðu nam 1,5 milljörðum króna og náði til fjórðungs allra þeirra heimila sem greiddu auðlegðarskatt.

Þetta kemur fram í skýrslu Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, um lækkun höfuðstóls verðtryggðra húsnæðislána, sem lögð var fram á Alþingi í dag. Þessi 1.250 heimili eru liðlega tvö prósent allra þeirra sem fengu lækkun á höfuðstól. Meðallækkunin sem þessi hópur fékk nam 1,2 milljónum króna.

 


mbl.is „Skelfing er þetta nú aumt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Allt eru þetta einkenni siðblindu. Þessir aular, sem framsóknarmafían notar í ráðherrastólana sýna öll mismunandi mikil einkenni siðblindu.

Hrollur (IP-tala skráð) 29.6.2015 kl. 15:13

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þetta er nú meira "kommaþvaðrið" í þér...........

Jóhann Elíasson, 29.6.2015 kl. 16:46

3 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Sæll Jóhann minn og ég þakka þér fyrir hlýjar kveðjur nú í blíðviðrinu. En þetta sem er ég skrifað er að mestu pistlar frá ,,Kjarnanum" en ekki frá mér. 

En ég verð samt að segja eins og er, að ég hef áhyggjur af pabbadrengnum.

Í guðs friði Jóhann

Kristbjörn Árnason, 29.6.2015 kl. 17:32

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég þakka kveðjurnar.   En þetta er ekki það eina sem þú hefur skrifað og allt ber það að sama brunni. 

Bestu kveðjur til þín líka.

Jóhann Elíasson, 29.6.2015 kl. 17:35

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Sá dáldið langt viðtal við forsætisráðherra fyrir nokkrum dögum á einhverri nýrri stöð, Hringbraut held ég hún heiti, - og ég botnaði ekki neitt í hvað forsætisráðherra var að reyna að segja í þeim þætti öllum.  Þetta var eitthvað það tilgangslausasta viðtal við ráðamann sem sögur fara af.    Eg efast um að nokkur maður hafi botnað nokkurn hlut í hvað forsætisráðherra var að segja.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.6.2015 kl. 17:43

6 identicon

Hann þarf túlk með sér í svona vitölum. Það kanski skýrir afhverju ráðamenn (ekki Vigdís Hauks þó)  ákváðu að leggja meiri pening í túlkaþjónustuna?

Margrét (IP-tala skráð) 29.6.2015 kl. 18:46

7 identicon

Hvaða framkvæmdum eru þeir á móti? Þú veður bullandi, úr einu í annað.

Hvað leiðréttinguna varðar, þá virðast sumir ekki alveg vera að ná þessu. Leiðréttingin var framkvæmd til að endurgreiða að hluta "gallaða vöru".

eins og þegar þú kaupir hús með leyndum galla, þá færðu það leiðrétt óháð hversu mikið er inni á bankabókinni. Hvers vegna á fólk sem tók lán og var svikið af böknunum, ekki að fá leiðréttingu eins og hinir? Af því það er í betri vinnu?

reyndar var þak, en þið gleymið því reyndar alltaf líka

Rúnar (IP-tala skráð) 29.6.2015 kl. 19:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband