Það er ekki eins og mér sé ekki sama.

  • Það er dagljóst, að íþróttafréttir í fjölmiðlum eru fyrst og fremst fréttir af viðskiptum.
    *
  • einnig er ljóst að viðskipti með íþróttafólk fram og aftur ber vissan keim af mansali.

Það er a.m.k. ljóst að nú sem endranær í lyfjamálum hjá þessum blessuðu íþróttamönnum að þeir verða einir látnir axla ábyrgðina.

En almennt eru íþróttamenn sem eru í allra fremstu röð atvinnumenn hjá hinum ýmsu aðilum. Þeir einnig eru í ákveðnum hópum þar eru þjálfarateymi ásamt læknum og sjúkraþjálfurum og öll aðstaða til iðkunar íþróttarinnar fyrsta flokks.

Auðvitað eru íþróttamennirnir undir gríðarlegum þrýstingi með að ná árangri og öllum aðferðum er beitt til að ná markmiðunum. Miklir fjármunir eru í húfi og því verður að ná sem mestu út úr hverjum íþróttamanni. Minnir jafnvel á ákveðna tegund af landbúnaði.

Í mínum huga eru það þeir sem standa á bak við svona starfsemi sem gera kröfurnar um notkun efna sem eiga að hafa áhrif á getu íþróttamannsins. Þá er íþróttamaðurinn sem oftast hefur lagt allt sitt undir, eins og á milli steins og sleggju.

Þá veltur maður því fyrir sér hvort öll met sem menn sem hafa verið efnameð-höndlaðir hafi unnið til verði gerð ógild og að þeir verði að skila verðlaunum til baka. Ef um er að ræða peningaverðlaun, hver á þá að skila þeim peningum?

Grunsemdir um efnanotkun í flokkaíþróttum hjóta að vera uppi á borðum. Hvers vegna ætli afreksmenn í t.d. knattspyrnu og handbolta séu ekki rannsakaðir einnig?

Alþjóða frjálsíþróttasambandið hefur um árabil komið í veg fyrir birtingu á niðurstöðum rannsóknar sem leiddi í ljós að allt að þriðjungur alls frjálsíþróttafólks á síðasta heimsmeistaramóti hafði neytt óvandaðra og ólöglegra meðala til að bæta árangur sinn.
RUV.IS
  • Greinilegt er að íþróttir eru fyrir mörgum bara bisnes. Það eru aldrei svo sagt frá íþróttamótum svo heiti á einhverjum fyrirtækjum og eða einhverra vörutegunda komi þar ekki fyrir.
    *
  • Þá er gjarnan útlistað hvað hinir fá mikla peninga í verðlaun fyrir einver afrek. Eða fá í föst mánaðarlaun hjá ríkum íþróttafélögum
    *
  • Mest áberandi eru auglýsingar frá þeim sem selja áfengi. Það er reyndar mjög merkilegt þar sem íþróttafélögin fá ríflega styrki vegna forvarnargildis íþrótta vegna unglingadrykkju
    *
  • Margir hafa bent á þá augljósu staðreynd, að íþróttafólk er selt í ákveðinni útfærslu á mansali.
    *
  • Ungir drengir á miðstigi í grunnskólum sem spila í fótbolta hjá fótboltafélögum eru iðulega bundnir viðskiptaböndum við þessi félög.
    *
  • Hvernig má slíkt vera?
    *
  • Eru foreldrar óbeint að selja börnin sín?
    *
  • Með því að skuldbinda þau við íþróttafélög?
    *
  • Er þetta ekki eitthvað sem yfirvöld um barnavernd þurfa að skoða alvarlega.
 
 

mbl.is Formaður FRÍ segist í fullum rétti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband