Ótrúlega lágir skattar þessa fyrirtækis.

  • Ef 13,9 milljarðar eru hreinar tekjur þessa fyrirtækis má gera ráð fyrir að 20% tekjuskattur væri 2,9% milljarðar.
    *
  • Hver eru síðan hin gjöldin?

samherjatogarar

Í ársreikningum kemur fram að Samherji greiði 4,3 milljarða vegna rekstrarins til opinberra aðila. Þá má áætla að 1,4 milljarðar fari í eftirfarandi gjöld .

  • Fasteigna- og hafnargjöld, sem eru þjónustugjöld með miklum afslætti væntanlega sem eru greidd sveitarfélögum.
    *
  • Tryggingagjöld sem eru greiðslur starfsmanna samkvæmt kjarasamningum og með baktryggingu í lögum.  Fyrirtækin eða eigendur þeirra greiða ekki þessi gjöld. Hluti af launatengdum gjöldum
    *
  • Iðgjöldin í lífeyrissjóðina eru hluti af umsömdum launum starfsmanna þ.a.l. ekki greiðslur fyrirtækisins. Hluti af launatendum gjöldum.
    *
  • Sjúkra- og orlofsheimilasjóður starfsmanna, eru umsamin laun og því launatengd gjöld.
    *
  • Fyrirtækið greiðir engin útsvör
    *
  • Síðan er spurningin um veiðigjöldin sem fyrirtækið á að greiða fyrir fiskinn í sjónum.
    *
  • Skattar starfsmanna eru heldur ekki greiðslur fyrirtækisins.

mbl.is Hagnaður Samherja 13,9 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta eru ekki allt tekjur á Íslandi. Þýðir lítið að reyna að innheimta skatta á tekur úr öðrum heimshlutum.

Stefán Már (IP-tala skráð) 1.9.2016 kl. 15:30

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Ef þeir greiða opinber gjöld í öðrum löndum kæmi það væntanlega fram í þessu ársreikningum. E.t.v. fer hluti af þessu til annarra landa ekki veit ég það. Eða að það reki fyrirtæki í öðrum löndum sem greiða opinber gjöld erlendis en byggjast á íslensku hráefni.

Hvað sem því líður, kemur ótrúlega lítið inn í íslenska samfélagið frá þessu fyrirtæki.  Íslenska þjóðin fær lítið í sinn hlut þótt fyrirtækið gangi hér í auðlindina. Í raun er þetta bara hneyksli.   

Kristbjörn Árnason, 1.9.2016 kl. 19:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband