Ruðningur og valdbeiting í þágu erlendra aðila

  • Um þessar mundir virðist Sjálfstæðisflokkurinn vera á fullu við að koma ýmsum eignum samfélagsins fyrir í velþóknanlegar hendur
    *
  • Þá berast af því fréttir ótt og títt að fólk er að flykkjast inn í hin ýmsu embætti og kanski hafa embættin verið auglýst til umsóknar án þess að ég viti. Kanski ekki.

Bjarni í ræðustól

Nú reynir flokkurinn að berja í gegn ýmis umdeild mál með óeðlilegum ruðningi og með gamal kunnugum valdbeitingum sem flokkurinn er þekktur fyrir.

Hæst bar málið um lánasjóðinn þar sem átti að rýra lánakjör námsmanna.

Sama má segja um gamlar íhalds hugmyndir Péturs Blöndal um breytingar á lögum um Tryggingastofnun.

Það er reyndar nauðsynlegt að uppfæra bútabætt lög um þessa stofnun. Mest ber á hugmyndum ríkisstjórnarinnar að rýra ýmis réttindi fólks sem þiggur laun frá þessari stofnun.

Nú er ríkisstjórnin á komin flótta vegna styrks eftirlaunafólks sem hefur risið upp og krafist hærri eftirlauna. Þegar hefur stjórnin sent frá sér afar klaufalegar og ómarktækar yfirlýsingar.

Þá er hneykslið með eftirlaunarétt opinberra starfsmanna sem stóð til að rýra eina ferðina enn. Nú er rætt samræmd lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna og starfsmanna á almennum vinnumarkaði.

Breytt fyrirkomulag átti að taka gildi um áramótin. En það virðist eiga að gerast með því eins og áður sagði með því að rýra rétt opinberra starfsmanna.

ASÍ hefur aldrei verið saklaust að þeirri áráttu sinni að ráðast sífellt á opinbera starfsmenn. Þar hafa þeir átt samleið með samtökum atvinnurekenda og nú með flokki þeirra sem er Sjálfstæðisflokkurinn.

En það er auðvitað staðreynd að opinberir starfsmenn vilja gjarnan að réttindi allra í eftirlaunamálum séu með sama hætti. Sjóðastefnan þvælist fyrir, það er leið sem virðist ekki lífvænleg og þeir kostir sem sú leið átti að bera hefur brugðist algjörlega.

Það voru almennir félagar í kennarasamtökunum sem sáu að frumvarpið var ekki með þeim hætti að ætlunin hafi verið að standa við það sem ríkið hafði fullyrt að engin eftirlaunaréttindi yrði rýrð.

Síðasta málið er krafa þeirra Bakkabræðra að krefjast þess að náttúruverndarlög verði brotin eða afnumin. Svo hægt verði að fara með staura stæðu yfir friðað hraun.

Þeir virðast ekki þora að bíða eftir mati náttúru-verndar eftirlitsins. Vissulega erfiður hundur sem þessi lína á að lýsa upp. Þar geysast fram ríkisstjórnarflokkar með ofbeldi.

Fjármálaráðherra segist harma mjög þá stöðu sem upp er komin um samræmd lífeyrisréttindi. Ríkið og sveitarfélög séu algjörlega einhuga í málinu, en nýjar kröfur séu komnar frá hjá viðsemjendum þeirra.
RUV.IS
 

mbl.is Þingi frestað vegna Bakkamálsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband