Skattalækkun hjá hálaunafólki?

  • Fljótt á litið virðist þessi kerfisbreyting fyrst og fremst verða til þess að fólkið með um og yfir 10 milljónir í árstekjur séu að fá skattalækkun.

Hálaunafólkið nýtur áfram persónuafsláttarins og fyrra skattþrepsins að fullu og greiðir sama skatt í prósentum talið og láglaunafólk, af tekjum upp að 10 milljónum á ári.

Auk þess er fólk með slíkar tekjur iðulegast með ýmiskonar skattalaus fríðindi og fjármagnstekjuskatta að hluta.

peningarFólkið sem til þessa hefur verið á einhverju rófi í milliþrepinu mun áfram njóta persónuafsláttarins og hluta af niðurfellingu milliskattþrepsins.

Láglaunafólkið virðist sitja eftir algjörlega eftir því sem séð verður.

Þeir munu áfram njóta sama persónuafsláttar og hálaunafólk með 10 milljónir í árstekjur eða meira og greiðir sama skattahlutfall og hálaunamenn.

Þetta var frétt í fremstu röð Mbl.nú í hádeginu kl.12:50, en hefur nú verið felld niður af einhverjum ástæðum kl. ekki þrjú að staðartíma.


mbl.is Miðjuþrepið fellt niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég ráðlegg þér að lesa bara fréttatilkynninguna frá ráðuneytinu: Skattþrepum fækkað í tvö, persónuafsláttur hækkar um 1,9% og skattleysismörk hækka um 2,4%

Þú virðist hafa misskilið þær upplýsingar sem þar koma fram. Hálaunafólk sem er með yfir 10.016.488 kr. árstekjur (834.707 kr. á mánuði) borgar áfram sama skatt ef tekjum yfir þeim mörkum. Skattar á tekjur undir þeim mörkum lækka hins vegar sem er gott fyrir millistéttina og best fyrir þá sem hafa lægstu launin. Persónuafsláttur verður 52.907 krónur á mánuði eða um það bil 50% afsláttur af skatti hjá þeim eru með um 300.000 kr. í laun en ekki nema 13,7% afsláttur hjá þeim sem er með eina milljón á mánuði í laun. Þannig er afslátturinn hlutfallslega miklu meiri hjá þeim sem eru með lægri tekjur heldur en þeim sem eru með hærri tekjur. Skattleysismörk verða 143.185 krónur og allar tekjur undir þeim verða því skattfrjálsar. Einnig er rétt að halda því til haga að fjármagnstekjur (yfir 125.000 á ári) bera 20% skatt en aðeins má nýta rúmlega helming óráðstafaðs persónuafsláttar á móti honum. Þannig er ljóst að þeir sem hafa háar launatekjur og eru líka með umtalsverðar fjármagnstekjur, eru ekki að fá neinn afslátt af fjármagnstekjuskattinum því skattar af laununum éta upp allan persónuafsláttinn.

Með þessu er ég ekki að taka neina afstöðu til þess hvort skattar eigi að vera hærri eða lægri og hjá hvaða hópum, heldur aðeins að draga fram staðreyndirnar.

Gleðilegar hátíðar.

Guðmundur Ásgeirsson, 27.12.2016 kl. 17:04

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Þakka þér fyrir kveðjuna Guðmundur, það er rétt hjá þér persónu afláttur hækkar í takti við verðlagsþróun að mestu. Það eru auðvitað allir sem njóta hans. Breytir þá engu á hvaða launum fólk er.

Enginn er skattfrjáls á Íslandi í láglaunastétt en persónuafsláttur margra fara í skattagreiðslur og duga ekki fyrir meiru. Það er einnig staðreynd að margt fólk með betri kjör greiðir miklu minna í skatta.

Það sem gerir útslagið er, að það er fyrst og fremst fólk sem nær þessum mörkum 10 milljónum sem fær skattalækkun. Ekki bara af þessum 300 þúsundum heldur einnig af nær 700 þúsundum til viðbótar á mánuði hverjum.  Guðmundur minn njóttu hátíðarinnar og vegni þér vel á nýju ári. 

Kristbjörn Árnason, 27.12.2016 kl. 17:18

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

10.016.488 kr. árstekjur (834.707 kr. á mánuði) eru ekki hátekjur heldur rétt svo nóg til að geta lifað sæmilegu lífi og kannski aðeins rúmlega það.

Sérstaklega þegar um er að ræða barnafólk og svo ekki sé nú talað um einstæða forsjárforeldra, en hjá þeim myndu þessar upphæðir aldrei duga fyrir neinu lúxuslífi.

Ég þyrfti til dæmis að hafa um 735.000 í laun á mánuði bara til að ná sömu ráðstöfunartekjum og einstætt þriggja barna lögheimilisforeldri með 300.000 í laun. Það eru ekki hátekjur.

Það gefur aldrei raunhæfa mynd að einblína á tekjurnar fyrir skatta, heldur eru það ráðstöfunartekjurnar eftir skatta sem nýtast fólki til að borga fyrir helstu lífsnauðsynjarnar.

Góðar stundir.

Guðmundur Ásgeirsson, 27.12.2016 kl. 17:33

4 identicon

Ekki er ég nú neinn hagfræðingur en ég sé ekki betur en að dmið liti svona út fyrir velfesta með þetta kringum 600 á máunuði. Stór hluti af minum tekjum eru í þrepi 2 en fara allar í þrep nr 1 og þar lækkar þetta þrep lika.. Svo hækkar persónuafslátturinn lika.. Er það ekki að koma öllum til góða?

óli (IP-tala skráð) 27.12.2016 kl. 20:02

5 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Óli minn, það er rétt hjá þér. Það sem ég er að benda á er einfalt.

Það er að persónuafsláttur verður sá sami hjá öllum. Allir greiða jafn hátt hlutfall tekna sinna af þeim hluta launa sinna sem eru fyir neðan rúmar 10 milljónir á ári.  

Þetta þýðir á mannamáli að það verið að lækka skatta af þeim sem hafa mestu launin. 

En láglaunafólkið mun áfram greiða jafnmikla skatta og áður. 

Kristbjörn Árnason, 27.12.2016 kl. 20:31

6 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það þýðir ekkert að gefa láglauna fólki skatta lækkanir, þeir eiða því bara. 

Ég held að þetta sé á stefnuskrá allra stjórnmálaflokka á Íslandi. Eitt er víst að Hjálmar Holumálastjóri Reykjavikur er áreiðanlega með svona hugsunarhátt.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 28.12.2016 kl. 00:05

7 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Þetta hef ég alltaf sagt, það er algjör óþarfi að hækka eftirlaunin hjá okkur ellismellunum. Við eyðum því bara í gjafir handa barnabörnunum

Kristbjörn Árnason, 28.12.2016 kl. 00:15

8 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Því miður Kristbjörn þá hafa littlu krakkarnir í Alþingishúsinu þennan hugsunarhátt.

Þvi fyrr sem að aldraðir, öryrkjar og láglaunafólk gera sér grein fyrir þessu, því betra. Minna ergilsi og óþarfi að fara að kjósa. Enda á háskóla og peningaelítan að ráða og fá bæði kauphækkanir og skattalækkanir.

Það kemur að því að skattleysismörkin verða svo að allir með yfir milljón í mánaðarkaup þurfa ekki að greiða skatta. Þetta mundi littlu krökkunum í Alþingishúsinu þykja afbragðs hugmynd, þannig að það er eins gott að við höfum þagnarskyldu á þessu leyndarmáli, svo að littlu krakkarnir í Alþingishúsinu fái engar hugmyndir.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 28.12.2016 kl. 00:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband