Þeir ungu

  •  Gleyma sér stundum

  • Hafa ekki enn lært siglingalistina með falska flagginu

  • Á dögunum kom hinn nýi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins með óblandað Heimdallarsmérið á borð borgarstjórnar og kvartaði undan því að stuðningur borgarinnar við hverja fjölskyldu í vanda væri allt of mikill.
 

Áslaug Friðriksdóttir, borgarfulltrúi sjálfstæðismanna, segir að kostnaður hverrar fjölskyldu í Reykjavík vegna fjárhagsaðstoðar hafi aukist um 250 prósent frá árinu 2008. Þá hafi þessi kostnaður numið rúmum 52 þúsundum króna á ári á hverja fjölskyldu en sé kominn upp í rúmar 130 þúsund krónur“.

Samkvæmt lögum er sveitarfélögum skylt að veita fjárhagsaðstoð til framfærslu einstaklinga og fjölskyldna sem geta ekki séð sér og sínum farborða án aðstoðar. Aðstoðin er óháð barnafjölda þar sem reiknað er með að barnabætur, meðlög og barnalífeyrir mæti kostnaði vegna barna. Vaxtabætur og húsaleigubætur mæta mismunandi kostnaði vegna húsnæðis.

Áslaug segir að stærstu mistök meirihlutans hafi komið fram í upphafi kjörtímabilsins þegar ákveðið var að hækka fjárhagsaðstoð þrátt fyrir að augljóst væri að slíkt myndi draga úr fjárhagslegum hvata fólks til að fara út á vinnumarkað.

"Maður sér hvert stefnir. Sjötíu prósent þeirra sem fá fjárhagsaðstoð eru undir fertugu. Það er ákveðin linkind gagnvart þessu kerfi því fólk þarf ekki að inna af hendi neinar skyldur eða láta eitthvað á móti til samfélagsins til að fá fjárhagsaðstoð."

Áslaug segir að munurinn á milli þess sem fólk fær í fjárhags-aðstoð og lámarkslauna sé of lítill. Launamaðurinn borgi skatta og skyldur. Þegar upp sé staðið sé munurinn um átta þúsund krónur á milli þess sem launamaðurinn fær og sá sem þiggur fjárhagsaðstoð.

Hér tekur þessi ungi íhaldsmaður undir með samtökum atvinnurekenda sem hefur barist fyrir því alla tíð að halda niðri atvinnuleysisbótum.

En umsamin laun atvinnurekenda og margra verkalýðsfélaga eru í kringum fátækramörkin. Er svo komið að enginn sómakær launamaður vinnur á launum sem eru lægri en bætur atvinnuleysistryggingasjóðs.

Þess ber að muna, að það eru alfarið launamenn á vinnumarkaði sem halda uppi atvinnuleysisbótum ásamt ríkinu sem hjálpaði til þegar kreppan skall á við hrunið sem ákveðnir stjórnmálamenn vilja gleyma.

Einnig skal haft í huga, að atvinnurekendur (sem aðeins greiða fjármagnsskatta) og eða fyrirtæki þeirra greiða nánast engin útsvör til sveitarfélaganna. Því plagar þessi stuðningur borgarinnar við fátækt fólk þessa aðila ekki.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband