Það er full ástæða til að rannsaka Icesave-mál frá upphafi til enda

 

  • Ef þessi mál verða rannsökuð, er nauðsynlegt að skoða þau frá upphafi.
    .
  • Það er mikilvægt fyrir alla þá sem komu að þessum málum 

Þ.e.a.s hvernig Landsbankanum var leyft af ríkisstjórn Davíðs Oddssonar að bjóða upp á vaxtakjör sem þessi. Vitandi um ábyrgðarskyldu Innistæðutryggingasjóðs á innistæðum allra þeirra sem áttu innistæður í Landsbankanum hf. Einnig með hliðsjón af þeirri staðreynd, að ekki var fyrir hendi neinn raunverulegur innistæðutryggingasjóður í landinu. 

Einnig er nauðsynlegt að skoðað verði hvernig fyrsti samningur varð til og hvernig hann hljóðaði í raun og veru. Þ.e.a.s. sá samningur sem Bjarni Benediktsson mælti fyrir og Geir Haarde bar ábyrgð á. 

En síðan er nauðsynlegt að skoða breytingar á Icesave - samningum eftir að vinstri stjórniin tók við.

En það er ljóst, að í fyrstu voru samningsaðstæður hörmulegar og þær skánuðu smátt og smátt eftir að leið á tímabilið.  

Þá er einnig mikilvægt að gera sér grein fyrir þeirri staðreynd, að allir þeir samningamenn sem komu að þessum samningum gerðu sitt besta til að ná hagkvæmum samningu fyrir Ísland.  


mbl.is Vilja rannsaka embættisfærslur í tengslum við Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Meðan þessi andskotans afglapar eru að kjafta virðingu Alþingis niður í flórinnn, eru þúsundir íslendinga að missa húsin sín og börn að lenda á götunni!!!! Almenningur þarf að grípa í taumana!

Þjóðólfur í Frekjuskarði (IP-tala skráð) 15.10.2013 kl. 18:57

2 identicon

Það verður lítið í því gert réttarfarslega, enda myndi það líta út eins og politískar nornaveiðar ef menn myndu sækja fyrrum ráðherra til saka fyrir Icesave gjörninga.

Þar af leiðandi er þetta ekki rannsókn sem yfirvöld ættu að fara útí.

Þótt það sé mikið hægt að læra á því að ransaka þetta, þá er það hlutverk óháðra fræðimanna að standa í slíku, og hlutverk ríkisstjórnarinnar að halda sér eins fjarri þessu og hægt er.

Páll (IP-tala skráð) 15.10.2013 kl. 18:57

3 identicon

Eina í stöðunni er að skipuleggja stóra mótmælafundi við Alþingisfjósið! Það trufla ekki þeirra vinnu, sem enginn er!

Hrúturinn (IP-tala skráð) 15.10.2013 kl. 19:04

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það verður vonandi skoðað hver fékk þá snilldarhugmynd að afnema bindiskyldu á innstæðum í erlendum útibúum.

Guðmundur Ásgeirsson, 15.10.2013 kl. 19:13

5 Smámynd: Kristbjörn Árnason

það er bara full ástæða til þess að fá hlutlaust mat á þessum Icesave-málum. Íslensk þjóð verður að læra af sínum mistökum svo hún geti komið í veg fyrir slík mistök í framtíðinni.

Björgólfur Guðmundsson er ekki blankari en svo, að hann gat verið á leiknum í kvöld. Það sást til hans í sjónvarpinu

Kristbjörn Árnason, 15.10.2013 kl. 20:40

6 identicon

Það er verið að "tefja" til að draga athyglina frá neyðaraðgerðum fyrir heimili sem áttu að koma "strax"!!!!!!!!!!!!!!!

Almenningur (IP-tala skráð) 15.10.2013 kl. 20:50

7 identicon

Er ekki hægt að rannsaka málið EFTIR að neyðaraðgerðir verða kynntar?

Pollyanna (IP-tala skráð) 15.10.2013 kl. 20:52

8 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Það eru engin tengsl á milli rannsóknar á Icesave- málinu í heild sinni og kosningaloforði Framsóknarflokksins. Loforð sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur nánast engann áhuga á að staðið verði við.

Ríkisstjórn Framsóknarflokksins hefur ekki enn sýnt fram á hvernig hún ætlar að standa við þetta loforð.

Kristbjörn Árnason, 15.10.2013 kl. 21:22

9 identicon

ÞAÐ VAR GERÐUR STJÓRNARSÁTTMÁLI! ER ÞAÐ MARKLAUST MARKLAUST PLAGG AF HÁLFU X-D, TELUR ÞÚ?

Þjóðólfur í Frekjuskarði (IP-tala skráð) 15.10.2013 kl. 21:46

10 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Heill og sæll Frekjuskarðsbóndi,

ég deili með þér áhyggjum af þessum eignamissi. Ég er einn þeirra sem hef búið við þetta ástand allar götur frá 1983. Maður hefur verið að missa eignir frá þessum tíma. ég eins og aðrir launamenn hef verið fastur í því með mikilli aukavinnu við að koma í veg fyrir enn frekari eignamissi.

Frá því löngu fyrir hrun var ég búinn að finna það út að skynsamlegast væri að minnka við mig eignir í formi íbúðarhúsnæðis og um leið að koma skuldum niður. Ég neitaði mér um þann lúxus að eiga dýran bíl og að búa í dýru húsnæði. Það er auðvitað einnig missir á ákveðnum munaði sem margir í kringum neituðu sér ekki um.

Nú vilja þeir að ég létti undir með þeim, með því að taka þátt í skuldabirði þeirra.

Kristbjörn Árnason, 15.10.2013 kl. 21:58

11 identicon

Lagasetning er allt sem þarf, Fjárhaglega vel stætt eldra fólk,má vera það í friði, En það er ekki lífvænlega statt, með með götufólk og óöld í kringum sig! Meðan heimilin hafa úr engu að spila dýpkar kreppan og staða þjóðarbúsins.  Þetta hefur meira að segja hægrisinnaðsta ríki heims, USA, viðurkennt í verki. Eða er Ísland hægra megin við USA og þar með fasistaríki?

Almenningur (IP-tala skráð) 15.10.2013 kl. 22:18

12 Smámynd: Kristbjörn Árnason

síðan er það spurningin, hvort þetta frumvarp er lagt fram af hatri einu gagnvart Svavari Gestsyni. Er gerði Icesave- samning sem var þjóðinni miklu hagfeldari en samningur sá sem Baldur Guðlaugsson hafði umsjón með, á ábyrgð Geirs Haarde

Kristbjörn Árnason, 16.10.2013 kl. 06:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband