Loksins opnar Mogginn umræðuna um þriðjungshækkun á skuldatryggingarálagi

  • á íslenskum ríkisskuldabréfum

  • En er ástæða til þess að við íslendingar séum bjartsýnir?

  • Málin hafa verið þögguð í Mogganum raunar eins og oft áður og raunar hefur það verið reynt á Alþingi einnig. Þetta er auðvitað alvörumál sem minnir á fortíðina fyrir hrun.


    Við það rifjast upp þessi fregn: 
     
„Viðskipti | mbl | 22.2.2008 | 18:14 | Uppfært 18:47
Álagið í hæstu hæðum

Skuldatryggingarálag íslensku bankanna frá janúar 2007 til febrúar 2008. mbl.is
Eftir Guðrúnu Hálfdánardóttur guna@mbl.is 

Skuldatryggingarálag íslensku bankanna hefur verið í hæstu hæðum undanfarið í kjölfar þeirra miklu erfiðleika sem ríkja á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. 

Þannig er álag á skuldabréf Kaupþings nú 650 punktar, Glitnis 605 punktar og Landsbankans 375 punktar. Þess má geta að í júníbyrjun 2007 var skuldatryggingarálag Kaupþings 25 punktar, Glitnis 24 punktar og Landsbankans 18 punktar.

Skuldatryggingarálag mælir hvað það kostar fyrir fjárfesta að kaupa tryggingu gegn því að útgefandi viðkomandi skuldabréfs geti ekki staðið við skuldbindingar sínar. Kostnaðurinn er mældur sem álag ofan á grunnvexti. 

Álagið er almennt talið vera einn besti mælikvarðinn á þau markaðskjör sem bankar standa frammi fyrir á alþjóðlegum skuldabréfamörkuðum“.
  • Nú verður tæplega langt að bíða eftir því að skuldatryggingarálagið hjá íslensku bönkunum rjúki upp einnig. Er þýðir stórhækkaða vexti í bönkum. 
  • Það er full ástæða til að að hafa áhyggjur af efnahagsmálum í landinu á næstu misserum. 
  • Nú er væntanlegur ávinningur af þessum bragðdaufu kjarasamningum fokinn fyrir horn.
Nú finnst Mogganum ekki ástæða til þess að segja frá því, að álag á skuldabréf íslenska ríkisins hafi hækkað um ríflega þriðjung frá kosningum og Ísland sé nánast í frosti á erlendum mörkuðum samanborið við önnur lönd. 

Á meðan peningarnir streyma til annarra landa sem urðu illa úti í alþjóðlegu fjármálakreppunni er Ísland úti í kuldanum á alþjóðlegum fjármálamörkuðum.

Um þetta er fjallað í International Financing Review, þar sem staða Íslands er borin saman við Írland, Portúgal og Grikkland. Þróunin hér á landi er rakin til stjórnarskipta og ósveigjanleika stjórnvalda í viðræðum við kröfuhafa föllnu bankanna.

Katrín Ólafsdóttir, lektor í hagfræði við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, segir erfitt að fullyrða hvaða þættir hafi áhrif á kjörin sem ríkinu bjóðast í skulda-bréfaútgáfu erlendis.

Líklega hefur öll óvissan mest áhrif í þeim efnum, segir Katrín. 

"Vissulega er óvissa tengd þessari aðgerð að skattleggja þrotabú bankanna, sumir telja þá leið færa og aðrir ekki," bendir hún á. Eins kunni að spila inn í áhyggjur af því að fyrirhuguð skuldaniðurfelling lengi í gjaldeyrishöftunum. " (Fréttabl 21.jan )

mbl.is Vilja aftur lána fé til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband