Til umhugsunar

Hvers vegna flytja þessir menn ekki bara til Moldavíu eða annað sem þeir geta stundað svona meint athæfi í friði. Þar geta þeir væntanlega látið fara vel um sig og lifað í vellystingum og engin ásakar þá um neitt ljótt.

Ég býst við því að almenningur á Íslandi myndi ekki fetta fingur út í slíka flutninga ef landið yrði síðan laust við ólöglegt háttarlag til framtíðar. 

En þessi vinnubrögð bíða auðvitað dóms. 

Leikendur í hruninu virðast hafa nægt fé til að ráða sér stjörnulögfræðinga til að flækja þessi málaferli sem mest og flækja. Ef einhver sauðsvartur vogar sér að hafa skoðun er honum hótað um leið málaferlum af ónafngreindum aðilum. 

 

  • Guðrúnar Johnsen hikaði ekki við að dæma þáverandi stjórnvöld Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og þáverandi seðlabankastjóra sem nú er ritstjóri. 
    .
  • Þessir kónar sáu síðan um að vildarvinir þeirra í flokkunum og stuðningsaðilar gætu tæmt bankanna og farið með aurana til ýmissa leynistaða.
    .
  • Eftir sátum við sauðsvartur almúginn og erum að skrapa saman aurum á lágum launum til að greiða upp í skuldir ríkissjóðs,
    bæta bönkunum eigið tjón með hækkuðum vöxtum og þjónustugjöldum
    og þá erum við borga skuldir fyrirtækjanna sem voru ofurskuldsett og við launamenn situm uppi með skaðann.
    .
  • Guðrún Johnsen sagði að viðbrögð Breta hafa verið algjörlega eðlileg til að verjast íslensku bólubankaköllunum. 

 


mbl.is Eins og Moldavía í mannréttindum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það segir ýmislegt um sekt manna þegar þeir reyna að fá sig sýknaða á þeirri forsendu að ákæruvaldið hafi farið út fyrir sitt svið og náð þannig að sanna hluti sem þeir höfðu vandað sig við að fela.

Einar (IP-tala skráð) 27.1.2014 kl. 15:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband