´Höft

  • Þessa daganna eru stjórnmálamenn sem standa að baki ríkisstjórninni að kynna fyrir þingheimi mjög fínar tillögur um losun hafta.
    *
  • Það er sama hvar í flokki menn standa á Alþingi, allir telja þeir sig sjá eigin fingraför á þessum tillögum.

Í sveitinni í gamla daga var maður látinn læra að setja höft á hross og þurfti að vanda mjög til verka svo þau rifu ekki af sér höftin fljótlega.

En höftin voru einmitt notuð til að takmarka getu strokuhrossa til athafna. Einnig voru kýr heftar þegar þær voru mjólkaðar. Var það einkum svo þær stæðu kyrrar þega mjaltir fóru fram.

En höftin sem ríkisvaldið setti á þjóðina í október 2006 voru til að hefta frjálshyggjumenn og fyrirtæki þeirra. Svo þessir aðilar sköðuðu ekki almenning meira enn orðið var á þessum tíma. En þeir fengu samt nokkura vikna ráðrúm til að tæma bankanna.

Þetta voru varnir fyrir launafólk í landinu sem þá þegar voru skertir launalega og eignarlega. M.ö.o. höft á kapitalið.

Ríkisvaldið hafði keyrt þjóðarskútuna í strand og hafði í raun gleymt þjóðinni í dansinum og hrun var þá þegar staðreynd.

Hægri stjórnin setti ekki höftin á vegna elsku í garð launafólks, nei hún hún neyddist til að sýnast fyrir augunum á þjóðarleiðtogum í Evrópu. Ísland var komið á hnén eina ferðina enn og vantaði neyðar aðstoð.

Á þessum tímum voru launamenn búnir að vera í gríðarlegum höftum frjálshyggjumanna sem höfðu haft ríkisvaldið í höndum sér frá 1991 er Davíð Oddsson komst til valda sem forsætisráðherra Íslands. Þetta var frjálshyggjustjórn og argasta hægri stjórn.

Hans ríkisstjórnir eyddu öllum vörnum launafólks sem settar höfðu verið upp í gegnum tíðina eftir baráttu verkalýðshreyfingarinnar í áratugi, til að vernda almenning í landinu fyrir græðgi peninga aflanna er birtust í frjálshyggjunni.

Frjálshyggjumönnum var gefið óheft frelsi til athafna. Þeir voru að sjálfsögðu snöggir að fénýta eigur þjóðarinnar sér til heilla, í boði ríkisstjórna Davíðs Oddssonar.

Nú stendur til að losa um höftin á frjálshyggjunni og allir ráðamenn þjóðarinnar eru yfir sig glaðir.

En launamenn bíða stjarfir og vona allt hið besta um að eitthvað af höftunum verði áfram við lýði.

En ljóst er, að nú verða launamenn settir í ný höft frjálshyggjunnar sem verða fastar hnýtt en þau gömlu, enda verður að herða viðbrögðin við óæskilegum kröfum almennings um betri kjör og um eðlilegra frelsi til að hafa áhrif á eigið samfélag og að sauðsvartur almúgurinn fái eðlilegan arð af auðlindum þjóðarinnar.

Launamenn hafa verið að sjá ýmis sýnishorn af þeirri tilveru sem þeir geta vænst að verði viðverandi haldi frjálshyggjan völdum næstu árin.


mbl.is „Þurfum fleiri hraðahindranir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband