Það er rétt, samfélagsmiðlar hafa breytt stjórnmálunum

  • Breytingarnar eiga eftir að verða miklu meiri en nú er, allt vegna tilkomu samfélagsmiðlanna. 

Nú komast stjórnmálamenn ekki upp með að segja almenningi ósatt, eins og hægt var á fyrri árum. Jafnvel fyrir yfir hrun komust stjórnmálamenn upp með lýgina, en ekki lengur. 

Í hugum mjög margra er 17. júni nánast heilagur dagur vegna þess að hann er fæðingadagur Jóns Sigurðssonar. Hann er kallaður þjóðhetja íslensku þjóðarinnar. 

En síðan spyr maður:

  • Þjóðhöfðingi hverra er Jón Sigurðsson? Jú, auðvitað yfirstéttarinnar sem valdi hann dauðan til þessa hlutverks.
    *
  • Jón Sigurðsson var aldrei talsmaður íslenskra öreiga. Hann lét sem hann sæi ekki þá stéttlausu á Íslandi.

Á þeim tímum sem þessi maður bjó í Kaupmannahöfn var mikil umræða um þá fátæku sem lifðu engu sældarlífi í borginni. Félagslega þenkjandi fólk bar uppi umræðu um að huga yrði að hag þeirra stéttlausu í Danmörku.

Það hefur auðvitað ekki hentað vinsældum Jóns meðal heldra fólks á Íslandi að gerast talsmaður vinnumanna í sveitum og eða hornkarla - og kerlinga á Íslandi.

Jón hefur aldrei verið þjóðhetja alþýðunnar á Íslandi.

Vert er að benda á þessar mikilvægu og merkilegu upp-lýsingar Dúnu Kristmundsdóttur um áhugaleysi á stöðu karla fyrir rúmum hundrað árum.

Hún sagði frá þessu í morgunútvarpinu og er með kenningar um hvers vegna staða þessara karla var svona veik.

Af því á morgun er 17. júní er vert að vekja athygli á skoðunum Dúnu um stöðu vinnumanna í sveitum. Hún segir að 40% karla á Íslandi hafi fengið kosningarétt 1915 rétt eins og konur við 25 ára aldur. Enginn hefur áhuga á þeim vinkli.

Hver voru viðhorf Jóns Sigurðssonar í réttindamálum sauðsvartra á Íslandi? Því er auðsvarað, þau voru engin.

Það ríkti þöggun og áhugaleysi í kringum þann hóp íslenskra karla sem fékk kosningarétt á sama tíma og íslenskar konur fyrir einni öld, árið 1915.

Þetta kemur fram í rannsóknum Sigríðar Dúnu Kristmundsdóttur doktors í mannfræði við Háskóla...
RUV.IS

mbl.is „Samfélagsmiðlar hafa breytt mótmælum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hvumpinn

Og nú er hetja alþýðunnar og forsprakki mótmælanna myndlistaspíra sem vantar athygli. Í erfiðri lífsbaráttu búandi í einbýlishúsi á Seltjarnarnesi og gift flugstjóra. Já það er margt bölið...

Hvumpinn, 16.6.2015 kl. 18:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband