Til eru fleiri tæki í kjarabaráttu en verkfallsvopnið

  • En það er mjög vandmeðfarið og kostar mikinn aga hjá launafólki og einbeitingu, en ætti að takast þar sem atvinnurekandinn er bara einn og mjög ópersónulegur.
    *
  • Það er andófið, en það bítur mjög vel núna þegar verkefnin bíða í hrönnum eftir þessa löngu vinnustöðvun
    *
  • Vert er að muna, að hver launamaður ræður yfir eigin afköstum. Hver starfsstétt sem getur af eigin hvötum farið í einstaklingsbundnar fjöldauppsagnir getur einnig farið í einstaklingsbundið vinnuhraðastríð.

Það er greinilegt, að ríkisvaldið sýnir launafólki einstaka ósvífni. Nú má sjá skuggahliðar hægri manna hvernig þeir geta hagað sér gagnvart almenningi þegar þeir fá vald til þess. Þessi atvinnurekandi ríkið, undir stjórn þessara aðila á enga miskun skilið.



Þeir hika ekki við að sýna starfsfólki opinberra stofnanna ofbeldi eins og sést hefur undanfarna mánuði. Svipað og hefur mátt sjá hvernig fasistar í Evrópu ráðast á grískan almenning.

Andófið snýst um hægagang, það snýst um það að hákólamenntaðir starfsmenn hægi á vinnu sinni og skili þeim afköstum sem þeir telja að þeir fái greitt fyrir.

Að þeir verði ekki eins sjálfstæðir í verki og þeir eru jafnan. M.ö.o. að þeir fari bara fetið, ef það er það sem þeir telja að launin greiði fyrir í afköstum talið og ábyrgð.

Slík leið þarfnast mikillar samstöðu, skipulagningar  og ósýnilegan foringja á hverjum vinnustað og stéttarfélagið má hvergi koma nærri.

Í norræna módelinu sem svo hefur verið kallað er gjarnan einkennist gjarnan af þessari aðferð,  er norrænir launamenn algjörir snillingar á þessu sviði.

Baráttan er þá neðanjarðar einkum þar sem greiddir eru umsamdir  bónusar sem er aðferð sem víða er farin einnig hjá opinberum starfsmönnum til að bæta kjörin.

Yfirmenn hika við að reka á eftir mönnum enda hefnist þeim grimmilega fyrir það af hópnum og því má ekki gleyma að þeir eru einnig í þessari sömu launabaráttu.  Ekki er hægt að setja lög um að launamenn skuli vinna hraðar.  


mbl.is „Mjög líklegt“ að BHM áfrýi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband