Ríkisvaldið getur ekki heft skoðanir manna á Íslandi

  • Stjórnvöld geta heldur ekki skert málfrelsið með lagasetningum.
  • Þeir haga sér allstaðar eins fasistarnir, hér má sömu fingraförin og sáust eftir frjálshyggjuliðið í Evrópu gagnvart almenningi í Grikklandi.
    *
  • Íslensk stjórnvöld hafa sýnt einstaka ósvífni og valdníðslu

Jafnvel þótt samtök atvinnurekenda, Flóafélögin ásamt VR hafi samið við stjórnvöld um að skerða samningsrétt opinberra starfsmanna, verður ekki samið um hvaða skoðanir forystumenn í verkalýðsfélögum opinberra starfsmanna hafa á valdníðslu. 

Nú er komið að nýjum baráttuaðferðum sem er andófið þar sem öll afköst eru skorin niður hjá háskóla-menntuðu fólki sem starfar hjá ríkinu.

Gleymum því ekki, að hver launamaður ræður sínum vinnuhraða og afköstum.

Þeir geta hæglega tekið upp þann vinnuhraða sem þeir telja að ríkið greiði fyrir og hætti að vinna sjálfboðaliða störf. 


mbl.is „Hugur fylgdi ekki máli“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Gleymum því ekki, að hver launamaður ræður sínum vinnuhraða og afköstum."

Ö  nei, latir launamenn og afkastamiklir eru yfirleitt reknir.

Stebbi (IP-tala skráð) 15.7.2015 kl. 20:51

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

 Að setja lög á verkfall siðblindingja sem halda sjúku fólki í gíslingu er ekki siðleysi.  Það fólk sem telur sig við hungur mörk hér  uppi á íslandi á umsvifalaust að fara og gefa okkur færi á að bjarga okkur án þeirra.

Launamaður ræður ekkert sínum vinnuhraða, hvort sem það er við landbúnað eða útgerð.  Skip þarf að vera klárt til brottfarar með öryggi, því annars verða margir fátækari. 

Hrólfur Þ Hraundal, 15.7.2015 kl. 20:56

3 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Allir launamenn ráða sínum vinnuhraða, það er ekki spurnig. Þeir leggja ekki á sig mikla erfiðsvinnu með miklum vinnuhraða nema að þeir fái greitt fyrir það með sanngjörnum launum. Jú vissulega hafa þeir þetta val Stebbi að vera reknir. 

Siðblindan í þessu máli Hrólfur er að mínu mati hjá ráðmönnum.  Ég þekki bæði þessi störf til sjávar og sveita en einhversstaðar ríkir vinnuharka er það hjá konum í fataiðnaði. Hver launamaður ræður því hvort hann sinnir þessum störfum með miklum vinnuhraða eða ekki.  

Kristbjörn Árnason, 15.7.2015 kl. 21:34

4 identicon

Þvílík veruleikafyrring, menn sem naga blýanta af atvinnu komast kannski upp með hálfkák í vinnnunni.  En menn eru ráðnir til að sinna störfum og það eru samningar um lánakjörn annaðhvort beint a milli manna eða á kjarasamningi, þetta eru þekktar stærðir þegar menn ráða sig til vinnu.  Ef viðkomandi starfsmaður hafnar 20% launahækkun og ætlar svo að refsa vinnuveitandanum með því að sinna ekki því sem hann er ráðinn til þá á atvinnurekandi engra annarra kosta völ en að segja viðkomandi upp.

Það ERU leikreglur í samfélaginu um hvernig menn semja um kjör.  það sem þú stingur uppá er ekki lögleg leið.

Stebbi (IP-tala skráð) 15.7.2015 kl. 21:41

5 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Já Kristbjörn, þitt mat er náttúrulega þitt mat. En það er ekkert mitt mat,  heldur staðreynd,  að það eru  drullusokkar sem taka að sér verk og svíkjast svo undan merkjum. 

Hrólfur Þ Hraundal, 15.7.2015 kl. 21:48

6 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Ekki veit ég hver þú ert Stebbi, á meðan svo er þá fer ég ekki í rökræður við þig. En ég hef samt nær 20 ára reynslu af gerð kjarasamninga og þar af 13 ár sem formaður í stéttarfélagi þá hef verið á vinnumarkaði frá 1958 en er nú kominn á eftirlaun. Ósvífni í kjaramálum kallar á ósvífni þess sem verður fyrir því.

Takk fyrir innlitið Stebbi, ég þekki leikreglur vinnumarkaðarins og lög nr 80 frá 1938. Þetta er gott að sinni Bless

Kristbjörn Árnason, 15.7.2015 kl. 21:53

7 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Það er ljóst Hrólfur að okkar mat er með sitt hvorum hætti. Það er hellingur af drullusokkum í atvinnulífinu, bæði sem launamenn og atvinnurekendur.

En ég var ekki að ræða um drullusokka. Heldur bara strangheiðarlega launamenn sem standa sína pligt. 

Það er alveg sama í  hvað stétt launamenn eru sem eru ráðnir til starfa og hann skilar því verki sem hann fær greitt fyrir. Á vinnumarkaði fram viðskpti milli aðila. Milli Atvinnurekenda annarsvegar og samtök launamanna og aðilar sýn hvor öðrum þá kurteisi að eiga viðræður og þeim ber að komast að sanngjarnri niðurstöðu.  Það sama á sér stað á vinnustöðum .

Ef tveir deila í um kjaramál þá hafa báðir aðilar eitthvað til síns máls.

Í þessu tilviki hefur ríkisvaldið komist upp með það að hunsa fólk sem ríkið hefur í störfum. Ríkisvaldið var með þetta fólk frá vinnu í 78 daga og talaði  ekki við sitt starfsfólk.  En lætur samtök atvinnurekenda ráða því hvað boðið er. 

Síðan eru sett lög á þetta fólk. Þetta var aldrei nein samningagerð eða sáttargjörð, þetta var bara sýnishorn af ofbeldi. Þegar búið er að sýna þessu fólki svona ofbeldi er ekkert eftir nema að svara í sömu mynt. Því miður.

Nú dag segir ráðherrann að ekki verði rætt við hjúkrunarfræðinga um þeirra kjaramál.  Það verður s.s. gerðadómur sem á að fjalla um málið og þeim fulltrúum sem skipa dóminn er upp á lagt að fylgja mjög námkvæmri línu um hvernig niðurstaðan skuli hljóða. Þannig að þetta verður enginn dómur, heldur verður bara farið eftir tilskipun. 

Keðja Hrófur, þetta er orðið gott hjá okkur.

Kristbjörn Árnason, 15.7.2015 kl. 22:37

8 identicon

Það er reyndar ótrúlega auðvelt fyrir hjúkrunarfræðinga að hægja á vinnu spítalans án þess að brjóta á samningum sínum við stofnunina.

Til dæmis með því að:

    • Hafna öllum aukavöktum eins og allir starfsmenn hafa rétt á að gera. Þetta eitt og sér mun líklega valda því að deildum verði lokað.

    • Vinna alla vinnu nákvæmlega eins og ferlar í gæðahandbókum spítalans segja til um, líklegast flettandi upp ferlinu fyrir hvert tilfelli svipað og flugmenn gera. Það er ekki hægt að setja út á það þar sem hjúkrunarfræðingar geta verið kærðir fyrir mandráp ef þeir fara ekki eftir þessum ferlum. Þetta veldur hægagangi og þörf á meira starfsfólki sem fæst ekki þar sem engin væri að vinna aukavaktir.

    Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 16.7.2015 kl. 12:46

    9 Smámynd: Kristbjörn Árnason

    Sæll Elfar,

    ég er ekki að tala um að hætta aukavöktum vegna þess að þar er greitt hærra tímakaup. Ekki gengur að hjúkrunarfræðingar séu að lækka launin sín.

    Það nægir alveg að fara nákvæmlega eftir bókinni og hætta hraðgöngunum og hlaupunum. Sjá  til þess að það þurfi alltaf fleiri hjúkrunarfræðinga til að vinna störfin á vöktunum. Að það þurfi fleiri hjúkrunafræðinga við allar aðgerðir. Þeir reyndari verða að halda étt utan um nýliðana.

    Allt nákvæmlega eftir bókinni.  Allt gert nákvæmlega rétt og miklu meira um hverskonar samráð. Það nægir. Veltuhraðinn í gegnum sjúkrahúsið snarminnkar. 

    Það virðist vera hægt að setja lög á yfirvinnubann. Dæmi um slíkt Herjólfsmálið á síðasta ári

    Kristbjörn Árnason, 16.7.2015 kl. 13:08

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband