Hvaðan kom þrýstingurinn á verkamenn? Var það ríkisstjórnin?

  • Það er ótrúlega vafasamur fréttaflutningur RÚV af tapi Hafnarfjarðar verði þessu álveri lokað.
    *
  • Það er bara alls ekki víst að bærinn muni tapa á því þegar til lengdar lætur.

Ef því verður lokað, er það ekki vegna krafna starfs-manna álversins, það er allt aðrar ástæður. Kanski þær að þessi ál-starfsemi RÍO TINTO er öll á brauðfótum um heiminn.

E.t.v. var fyrirtækið bara illa rekið og gerð er atlaga að verkafólki og að íslenska samfélaginu sem enn sér ekki fyrir endan á.

Fasteignaskattur eru t.d. þjónustugjöld og leiga fyrir lóð og aðra aðstöðu. Það sama má segja um hafnargjöldin. Á móti hefur Hafnafjörður gríðarlegan kostnað af veru álversins á þessum stað.

Það er mjög mikill afsláttur af þessum þjónustugjöldum. Álverið greiðir heldur ekki útsvar eins Ríkisútvarpið hefur básúnað í allt kvöld.

Hið rétta er að flestir starfsmenn álversins greiða útsvar til Hafnarfjarðarbæjar vegna þess að þeir eru flestir íbúar í þar í bæ. Það hlýtur að vera lágmarks-krafa að RÚV fari rétt með staðreyndir. Það er heldur ekki hægt að tala um að styrkir fyrirtækisins til íþróttafélaga og annarra aðila séu tekjur Hafnarfjarðarbæjar.

Loksins þegar þetta álver er farið að greiða betra verð fyrir raforkuna er það að gefast upp. Kostnaður Landsvirkjunar vegna Búðarhálsvirkjunnar var áætlaður 12 milljarðar þegar hafist var handa við þá framkvæmd.

Þá ætlaði álverið að stækka verkssmiðjuna og reiknað var með að myndu skapast störf fyrir 12 menn í álverinu. M.ö.o. hvert ársverk átti að kosta ríkið einn milljarð. Sem betur fer varð aldrei neitt að þeirri stækkun.

Hafnfirðingar höfnuðu þessari stækkun sem betur fer. Ef álverið fer skapast miklir möguleikar á þessari lóð fyrir atvinnustarfsemi sem skilar Hafnarfirði miklu meiri tekjur og fleiri störf fyrir Hafnfirðinga.

Verk­fall­inu af­lýst, hvaðan ætli þrýstingurinn hafi komið?

 
Allt útlit er fyrir að verkfall hefjist í álverinu í Straumsvík á miðnætti. Enn er ósamið í kjaradeilu starfsmanna þar. Byrjað verður að slökkva á kerjum álversins á morgun, en það ferli tekur tvær vikur.
RUV.IS
 
Íslensk atvinnustarfsemi bíður eftir þessari raforku. Það vantar rafmagn fyrir skipaflotann og fyrir fiskvinnslufyrirtækin. Síðan þarf að rafavæða samgöngur hið bráðasta.

Þessir aðilar greiða mun hærra raforkuverð og munu draga verulega úr mengun á Íslandi á hvern mann.

Ísland og Kína eru hlið við hlið á listanum um hvaða þjóðir menga mest á hvern landsmann.
 
Íslendingar geta auðveldlega breytt þessu og okkur vantar ekki fleiri álver. 
 

mbl.is Verkfallinu aflýst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Kristbjörn. Ekki hef ég nú vit á öllum þáttum þessa álversmáls. En veit þó fyrir víst, að það mætti loka stórum hluta af tengdri þjónustustarfsemi í Hafnarfirði á morgun, ef álverinu í Straumsvík yrði lokað í kvöld. Stór hluti af afleiðustörfum í Hafnarfirði snúast um að þjónusta þennan stóra vinnustað í Straumsvík.

Myndin sem var dregin upp í kvöldfréttum af tilvonandi lokun var svo furðuleg, að það var engu líkara en að þetta væri bara ekkert mál?

Þetta er stærra mál en margir gera sér grein fyrir.

Asíu-stjórinn frá ESB var eins og laumulegur melrakki á flótta, í þessum myndbrotum sem þó sáust af honum í kvöldfréttunum. Skaust eins og lyginn svikari undan fréttamanni!

Þessum Asíu-"samningamanni" hefur fundist það tilvalið að leggja eitt stykki Hafnarfjörð á Íslandi í rúst í einum hvelli. Og aukabrandarinn hans hefur líklega átt að vera atvinnuleysið í jólamánuðinum? Skepnuskapur að láta sér detta þetta í hug, hvað þá að ætla að gera alvöru úr því á þennan hátt.

Það væri nær að framleiða frekar rafbíla, heldur en að leggja allt í rúst með skelfilegum afleiðingum. Atvinnuleysi er eitt versta böl sem hægt er að hugsa sér.

Þetta var virkilega ömurleg og ómanneskjuleg auglýsing fyrir Río Tinto ESB-"samningastjórann".

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 2.12.2015 kl. 00:23

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Er alveg útilokað að þeir hafi bara lítið raunsætt á málið?????

Jóhann Elíasson, 2.12.2015 kl. 08:28

3 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Verkfalli starfsmanna Rio Tinto Alcan var frestað í gær, en það átti að hefjast á miðnætti. Samningar hafa ekki náðst, og hefur samninganefnd starfsmanna álversins frá því greint að hún telji að lengra verði ekki farið að þessu sinni, þar sem Rio Tinto vilji ekki semja. 

Í tilkynningu frá starfsmönnum þessa risavaxna alþjóðlega fyrirtækisins, er fyrirtækið gagnrýnt harðlega, og sagt að starfsfólk upplifi sig sem leiksoppa í hagsmunatafli Rio Tinto. 

„Krafa starfsfólksins er og hefur alltaf verið skýr. Sambærilegar launahækkanir og samið hefur verið um á almennum vinnumarkaði og áréttað er að í engum kjarasamningum hafa starfsmenn þurft að semja frá sér störf yfir í annað og lakara launa- og réttindakerfi. Kjarasamningur verkalýðsfélaganna við ISAL hefur tryggt fyrirtækinu meiri vinnufrið og stöðugt og gott aðgengi að starfsfólki. Það er því starfsfólkinu þungbært að upplifa sig sem leiksoppa í hagsmunatafli Rio Tinto gegn launafólki víðs vegar um heiminn.“

Ef það kemur í ljós, að Rio Tinto er að haga sé með þessum hætti, sem starfsfólkið telur sig upplifa, þá er það skammarlegt. Ef að Rio Tinto hefur það í hyggju að loka álverinu, og er að reyna að snúa stöðunni þannig að það sé starfsmönnum í launabaráttu að kenna, þá er það gjörsamlega siðlaust, og stjórnendum Rio Tinto Alcan á Íslandi til skammar. 

Kristbjörn Árnason, 2.12.2015 kl. 10:44

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þú lést ekki svo lítið að reyna að svara spurningu minni.  Er í þínum huga ekki nokkur möguleiki á því að starfsmenn sjálfir hafi litið raunsætt á málið?????

Jóhann Elíasson, 2.12.2015 kl. 15:28

5 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Auðvitað Jóhann hafa þeir litið raunsætt á málið.

Það er ekki auðvelt að boða til verkfalla og menn gera slíkt ekki af gamni sínu. Verkfallsvopnið er eins og tvíeggjað sverð sem virkar í báðar áttir. Í þessu tilfelli hlýtur það að vera mjög erfitt að boða til verkfalls.

Þeir eru einnig að takast á við ákveðin grundvallaratrið sem hafa verið bundin í samninga alveg frá upphafi. Vonandi leysis þetta mál farsællega. Væntanlega hefur verið gerður samningur um frestun á verkfalli og menn verða þá að leysa málið á tilteknum tíma.

Takk fyrir innlitið Jóhann

Kristbjörn Árnason, 2.12.2015 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband