Það er og hefur verið ríkjanda andstaða á Íslandi

  • Það hefur verið áberandi andstaða við komu fólks sem kemur hingað í nauð og af sjálfsdáðum, sérstaklega ef húðliturinn er eitthvað dekkri almennt gerist meðal innfæddra íslendinga.

Allt regluverkið í kringum þessi mál hafa verið með þeim hætti, að þau einkennast af andúð við að erlendir flóttamenn setjist að á Íslandi. Einnig þannig gerð auðvelt er að túlka regluverkið með sérlega íhaldssömum hætti.

björn bjarnason

Það hefur verið algengt að vinnubrögð Útlendingastofnunar hefur vakið mikla andúð almennings alveg frá upphafi og þar áður vinnbrögð ýmissa ráðherra af hægri væng stjórnmálanna. 

Þá virðist mér sem andúð á komu fólks til landsins skíni út úr andlitum þessara yfirmanna stofnunarinnar sem sjónvarpið hefur átt viðtöl við. 

Þetta er nær sama andúðin sem var ríkjandi hjá fyrrum dómsmálaráðherrum landsins sem oft á tíðum var nánast sjúklega nærri hreinræktuðum fasisma.

Einn slíkur ráðherra mótaði í raun vinnubrögð þessarar stofnunnar og hefur væntanlega valið stjórnendur þessarar stofnunnar. Þess var ætíð gætt, að vinstri menn kæmu ekki nærri þessu ráðuneyti.

álver í straumi

En menn virðast ekki hugsa til framtíðar, einkum þeir sem telja sig sérstaka vörslumenn sjálfstæðis þjóðarinnar. Það verður erfitt hlutverk fyrir næstu kynslóðir að verja það landssvæði sem enn er ekki nýtt fyrir byggð á Íslandi og er byggilegt.

Það eru sömu aðilarnir sem hafa barist fyrir því að hver árspræna í landinu verði virkjuð fyrir erlend stórfyrirtæki.

Innan nokkurra áratuga má eiga von á því stór alþjóðleg matvælafyrirtæki vilji kaupa upp landssvæði til að vera með einhæfa ræktun. Einnig til og reka verksmiðjubúskap með skepnur til slátrunar.

Bara slík staða geta leitt til þess að sjálfstæðið verði hrifsað af þjóðinni eins og hendi sé veifað.

Undanfarin ár hafa stóriðjufyrirtækin ekki farið leynt með pólitíska starfsemi sína á Íslandi. Þeir aðilar hafa þegar gríðarleg völd í landinu og styrkja pólitíska aðila.

Við höfum ekki ósjaldan kvartað undan völdum sjávarútvegsins og fiskiðnaðar  ekki síst þegar landbúnaðurinn kemur með í púkkið.  Þessir aðilar hafa myndað margar ríkisstjórnir á Íslandi og fellt margar sem þeim er ekki að skapi.

Þá er betra fyrir almenning og almennt atvinnulíf að þjóðin opni landið meira fyrir flóttafólki sem vill flytjast hingað og sem standast eðlilega skoðun.

Hér er landrými fyrir mikinn fjölda fólks til viðbótar. Íslenska þjóðin er í raun fámenn til að standa undir metnaðarfullu samfélagi í okkar stóra landi í þeim dúr sem við viljum íslendingar.

Ég vil heldur fjölga fólkinu í landinu heldur enn, að láta stórfyrirtækin hirða af okkur sjálfstæðið.

 


mbl.is Getur tekið stefnumótandi ákvarðanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Seg þú mér nú, hvernig það að hleypa fleiri flóttamönnum til landsins hindrar stórfyrirtæki í að leggja allt undir sig?

Ásgrímur Hartmannsson, 11.12.2015 kl. 20:05

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Það var reynsla mín þegar ég starfaði sem iðnaði, að með nýju fólki koma nýjar hugmyndir, nýjar aðferðir og ný þekking. Þá kemur einnig fólk þar engin voru tækifærin og þar ekkert var metið af verðleikum.  Fólk sem er raunverulega til búið til leggja mikið á sig til að standa sig vel í starfi og lífsbaráttunni. Fólk sem kærir sig ekki um að vera birði á öðrum.
Það verður einfaldlega ekki rými fyrir þessa gömlu hugsun sem fylgir stóriðjunni og heldur ekki rými fyrir þá hugsun að aðrir sjái um okkur eins og stóriðjan á víst að gera. . Það eru lítil og meðalstór fyrirtæki sem halda uppi atvinnulífinu um alla Evrópu. Það eru einnig þau skapa velmegun til fjöldans, nýjar hugmyndir, nýja tækni eða aðferðir og nýja þekkingu. 

Við munum þurfa á öllu jarðnæði að halda fyrir stækkandi þjóð með fjölbreyttann uppruna og fjölbreytt bakland. 

Þetta segir einnig öll atvinnulífssagan.  

Kristbjörn Árnason, 11.12.2015 kl. 20:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband