Nú hefur verið ákveðið að auka skatta á launafólki

  • Hér má sjá tilkynningu frá ASÍ:

,,Alþýðusamband Íslands gagnrýnir harðlega forgangsröðun ríkisstjórnarinnar eins og hún birtist í fjárlagafrumvarpinu og öðrum aðgerðum.

Ríkisstjórnin hygli hátekjufólki á kostnað þeirra sem minna hafa á milli handanna.

1. maí 2015

Þetta kemur fram í ályktun sem miðstjórn ASÍ sendi frá sér í dag, þar sem „áhuga- og úrræðaleysi“ ríkisstjórnarflokkanna þegar kemur að hagsmunum og aðstæðum þeirra tekjulægstu í samfélaginu er harðlega gagnrýnt.

„Enn er minnisstæð lækkun tekju- og eignaskatta stóreigna- og hátekjufólks og lækkun auðlindaskatta sem leiðir til kallar á niðurskurð ríkisútgjalda, þ.m.t. heilbrigðismála. Þessi ríkisstjórn hækkar skatt á mat en lækkar skatta á lúxusvörur. Hækkanir á bótum almanna- og atvinnuleysistrygginga sitja eftir á sama tíma og skuldir eignafólks eru lækkaðar,“

segir í ályktuninni. Gagnrýnt er að í fjárlagafrumvarpinu standi ekki til að mæta nauðsynlegri fjárþörf heilbrigðiskerfisins vegna þeirra kjarasamninga sem gerðir hafa verið. Það leiði til dýrari og verri þjónustu fyrir þá sem á þurfa að halda. Á sama tíma sé verið að undirbúa enn frekari markaðsvæðingu heilbrigðiskerfisins.

Þá er gagnrýnt að ríkisstjórnin hafni því að hækka bætur almannatrygginga með sambærilegum hætti og nemur hækkun lægstu launa.

Á sama t1. maí - 1íma leggur meirihluti efnahags- og skattanefndar til breytingar á tekjuskattsfrumvarpi fjármálaráðherra og sem heimila fulla samsköttun tekna hjóna/sambýlisfólks sem gæti lækkað tekjuskatt þeirra sem eru með meira en 1,4 milljón kr. á mánuði um allt að 75 þús. kr. á mánuði. Þessi aðgerð er talin kosta ríkissjóð um 3.500 milljónir króna á ári".

Svo mörg voru þau orð, síðan má gjarnan minna á það, kaupmenn sem flytja inn í landið fatnað t.d. frá Kína munu fá aukna möguleika á hækkaðri álagningu á þeim vörum sem þeir selja. 

Það er auðvitað ljóst, að ákveðnir flokkar leggja áherslu á að styrkja hálaunafólk sem mest og stórfyrirtækin í landinu t.d. í útgerðinni.

Aðrir flokkar leggja áherslu á að jafna lífskjörin að gæta að haga launafólks, einnkum þeirra sem búa við lág laun þrátt fyrir mikla vinnu.

Þá ku fatasalar ætla að fagna um áramótin þar ríkisstjórnin mun hækka álagningarmöguleika þeirra sem þeir flytja inn frá t.d. Kína. 

Það er kanski einhver Vigdís Hauksdóttir hér sem segir ASÍ vera notað af stjórnmálaflokkum.

Hvað segir þá Vigdís um Sjálfstæðisflokkinn og samtök atvinnurekenda með útgerðarmenn sem forystuhrúta  


mbl.is Annarri umræðu um fjárlögin lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Hvað er formaður ASÍ búinn að vera formaður ASÍ og hvað hefur hann gert fyrir launþega.

ASÍ er ekki lengur til að berjast fyrir launþega, enda er ASÍ komið í raðir atvinnurekanda.

Bara að opna augun og þá sjáið þið hvað hefur gerst.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 16.12.2015 kl. 22:54

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Jóhann komdu sæll, flestir forystumenn í ASÍ eru búnir að vera þarna allt of lengi. Það urðu miklar breytingar á ASÍ fljótlega eftir að vígtennurnar voru dregnar úr verkalýðshreyfingunni með bráðabirðalögum í maí 1983. Sambandið hefur ekki borið sitt barr eftir það.

Magga Thatser og Ronald Regan voru í forystu fyrir því að draga máttinn úr verkalýðshreyfingunni á heimsvísu. Af því að þú ert í Bandaríkjunum getur þú hæglega séð hvernig þróunin hefur verið þar með almennan kaupmátt almennings þar í landi. 

En þessi staðreynd breytir ekki því, að þetta sem kemur fram hjá ASÍ núna er rétt og er tryggingagjaldið ekki með í myndinni. Þetta eru pólitísk vatnskil hér á Íslandi. Þetta gengur ekki til lengdar það verður að ríkja jafnræði milli þessara tveggja póla í samfélaginu svo á komist kyrrð í efnahagsmálum þjóðarinnar sem  er forsenda framfara. Lýðræðið verður að virka.   

Kristbjörn Árnason, 16.12.2015 kl. 23:40

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ég ættla að skrifa um af hverju kaupmáttur/laun launþega í USA hefur þróast í lægri kaupmáttþlaun og af hverju verkalýðsfélög fara höllum fæti hér í USA af því að ég veit svolítið um það.

Kaupmátturinn/laun fer minkandi vegna þess að það eru opin landamæri og innflytjendur löglegir og ólöglegir vilja vinna fyrir lægri launum heldur en þeir sem hafa ríkisborgararétt.

Verkalýðsfélögin eru að missa félagsmenn af því að verkalýðsforustan er að styðja demókrataflokkinn, en demókrataflokkurinn er með á stefnuskrá sinni að hafa opin landamæri.

Félagar verkalýðshreyfingarinnar hafa til þessa ekki getað séð hvað er að þróast í launamálum USA, en þau eru farin að rumska af þessum volga vota draumi sem er að verða að martröð, bara of seint.

Af hverju eru laun í fiskverkunarhúsum Íslands undir fátækramörkum, af því að flestir sem þar vinna eru útlendingar eða aðfluttir íslendingar.

Gott dæmi um hvernig útlendingar hafa áhrif á laun er að fylgjast með þróun mála í álverinu í Straumsvík og verkfalls hótanir verkalýðsfélagsins Hlífar gegn Rio Tinto. Hvað heldur þú að gerist þegar Rio Tinto fær að hafa verktaka í vinnu?

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 17.12.2015 kl. 00:17

4 identicon

Það er sífellt eftirsóknarverðara að vera ekki aumingi á Íslandi. Allur hvati til hefðbundins aumingjaskapar er að hverfa úr menningu okkar. Sá góði siður að lifa á styrkjum, niðurgreiðslum og bótum er óðum að úreldast. Aðgengi okkar að launum hinna duglegu hefur verið skertur verulega.

Davíð12 (IP-tala skráð) 17.12.2015 kl. 12:44

5 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Það er sama vandamálið hér á Íslandi. Fyrr í þessari viku fullyrti fyrrum formaður LÍÚ Adolf yfir því að launataxtar hefðu hækkað of mikið. Á sama tím var verið að segja frá því, að mikið af Evrópskum námsmönnum sem koma til Íslands og vinna í ferðaþjónustu sem matvinnungar. Þ.e.a.s. kauplaust. Það er mikið um erlent vinnuafl á Íslandi sem eru í raun í felum, mansalsfólk. T.d. í ferðaþjónustu og í byggingariðnaði.

Ég geri ráð fyrir að Rio Tinto vilji bjóða út verk á alþjóðlegum markaði. Þá er hugsanlegt að þeir fái vörur frá einhverjum t.d. Asíu löndum eða frá fyrirtækjum sem auðhringurinn hefur öll tök á. Þetta er þá vara og þjónusta sem þeir fá fyrir lítið, síðan þegar fyrirbærið er flutt til Íslands er sköpuð gamla bókhaldsbrellan sem þekkt er um heiminn. Það verður hækkun í hafi eða í einhverri höfninni.   

Kristbjörn Árnason, 17.12.2015 kl. 13:23

6 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Kristbjörn, það sem kemur til með að gerast ef að Rio Tinto fær að hafa verktaka, þá eru það starfsmannaleigur sem koma til með að manna störfin í álverinu í Straumsvík.

Ég hef unnið fyrir starfsmannaleigu og kaupið var minna heldur en fastráðnir starfsmenn og enginn hlunindi. En eins og málshátturinn segir "neyðin kennir naktri konu að spinna,"

Það eru starfsmannaleigur á Íslandi, fólk ætti að kynna sér laun og kjör starfsfólks sem starfsmannaleigurnar eru að miðla með.

Ef fólk heldur að starfsmannleigustarfsfólk fái launahækkanir til standa undir verðbólgu, þá er það algjör misskilningur.

Opin landamæri koma verst við þá lægst launuðu first, en starfsmannaleigur breiðast út og fara upp launastigan hjá hærri launuðum.

Ef að launafólk ættlar að verja kaupmát/laun sín, þá á aldrei að leifa fyrirtækjum að losna undan samningum með því að leifa verktaka að taka störf samningsstarfsmanns.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 17.12.2015 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband