Fákeppni er staðreynd

  • Fyrir tveim vikum fékk sent bréf frá mínu tryggingafélagi þar sem var rifjað upp hvaða tryggingar ég væri með.

Fyrirhugaðar arðgreiðslur skráðra tryggingafélaga hafa...

Í bréfinu kom einnig fram hver iðgjalda kostnaðurinn yrði fyrir næsta tryggingarár. Það verður að segjast eins og er, að mér þótti hún gríðarlega há og ljóst að um mikla hækkun var að ræða frá þessu ári.

Tveim dögum eftir að ég fékk þetta bréf hlustaði ég á kynningu frá FÍB hjá einu félagi eldri borgara. Þeir hvöttu alla til að leita tilboða í tryggingar næsta árs sem ég og gerði. Ég er aðeins með þrjár tryggingar.

Ég fékk tilboð frá þessum þremur tryggingafélögum og þau hljóðuðu öll upp á sömu upphæð og var í bréfinu sem ég hafði fengið frá mínu tryggingafélagi, nema eitt þeirra var með aðeins lægra iðgjald.

  • Ég hringdi síðan í mitt tryggingafélag og kvartaði undan þessari miklu hækkun.
    *
  • Viti menn, þeir lækkuðu gjöldin um 20 þúsund með einni handarsveiflu og buðu mér lægstu iðgjöldin.
    *
  • Um 12% lækkun

 


mbl.is Vilja skoðun á tryggingamarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband