Stjórnarflokkarnir eru áhugalausir um aflandsfélögin

  • Umræða fer nú fram á Alþingi um tillögu VG á rannsókn á aflandsfélögum Íslendinga og skattaundanskotum.

stigamennirnir

Enginn ráðherra er í þingsal og aðeinn einn þingmaður stjórnarflokkanna á mælendaskrá.

Helmingaskiptaflokkarnir hafa greinilega engan áhuga á, að þessi mál verði rannsökuð.

Stigamennirnir auðvitað víðs fjarri

Þetta sagði ríkisskattstjóri 26. janúar:
,,Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri sagði í viðtali á Morgunvaktinni á Rás eitt í morgun að 80 milljarðar væru reiknuð stærð.

„Þetta eru ekki 80 milljarðar sem hægt er að sækja. Það eru ýmis viðskipti sem eiga sér stað á grundvelli þess að þau séu dulin.

Ef það færi allt upp á yfirborðið þá er óvíst að af slíkum viðskiptum gæti orðið. Við höfum aukið í eftirlit á undanförnum árum og gerðum það núna síðast í lok síðasta árs og munum gera það meira.

Við erum að fara núna í nýja stefnumótunarvinnu þar sem verður mikil áhersla lögð á annars vegar þjónustu ríkisskattstjóra og hins vegar á eftirlitshlutverk.

Við höfum einnig verið í samstarfi við aðila vinnumarkaðarins um þetta og nokkrar stofnanir eins og Vinnumálastofnun. Og með því að efla þetta allt er það trú okkar að það takist amk að halda þessu í skefjum,“ segir Skúli Eggert. 


mbl.is Bankaráðið bar ábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Er ekki nóg að vinstrihjörðin í stjórnarandstöðu heldur uppi áhuganum á aflandsfélögunum? Ég held það bara.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 29.4.2016 kl. 19:50

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Það er til einföld lausn á málinu, sem er samþykkja það að þetta sé rannsakað og málið búið. Það getur ekki snert neina sem eru saklausir. En hreinsar andrúmsloftið.  Það kemur auðvitað í ljós áður en langt er liðið hvernig þessi mál standa.

Vandinn er auðvitað sá, að það eru til leynistaðir sem íslenndingar ná ekki upplýsingum frá. 

Kristbjörn Árnason, 29.4.2016 kl. 21:06

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Heimurinn er stór og ef menn vilja fela peninga þá er það auðvelt.

En af hverju eru Íslendingar að fela peninga út um allar jarðir og vinna á svörtu, er það ekki stóra spurningin?

Það hlýtur að vera eitthvað, eða hvað? Og hvað er að? Ég hef mínar hugmyndir hvað er að, en það færi nú ekki vel í íslenskan almenning ef ég segði mína meiningu á því. Það eru nefnilega háværir þrýstihópar sem stund þöggunar aðferðir.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 29.4.2016 kl. 22:03

4 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Það virðist sem margir stjórnmálamenn átti sig ekki á því að það eru breyttir tímar. Tími þöggunar og leyndar er liðinn og það væri best fyrir þá sem eru með einhvern skyrhræring í kringum sig verandi stjórnmálamaður að gera allt sem hægt til að láta sannleikann koma upp á yfirborðið. 

Kristbjörn Árnason, 30.4.2016 kl. 00:03

5 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Meðan Ísland er meðlimur að EES, þá er frjálst flæði fjármagns leifilegt og það er ekkert osiðferðilegt við það.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 5.5.2016 kl. 16:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband