Fjallagrös og stóriðja

  • Það er auðvitað fagnaðarefni að Landsvirkjun sé að ná hækkunum á raforkuverði sem hún selur til stóriðjufyrirtækja.
    *
  • En raforkuverðin til stóriðjufyrirtækja á Íslandi hafa verið algjör leyndarmál. Síðan geta menn velt því fyrir sér slíkt geti verið eðlilegt.
    *
  • Við sitjum uppi með þessi fyrirtæki.

Fram hefur komið undanfarin ár, að arðurinn sem íslenska ríkið hefur af þessum erlendu fyrirtækjum sem eru í rekstri á Íslandi er nánast enginn.

forstjóri Landsvirkjunar

Sérstaklega þegar litið er til þess hversu útlagður kostnaðu ríkisins er í byggingum á virkjunum, í hvers kyns línulögnum, skemmdum á landslagi og íslenskri náttúru ásamt ýmiskonar fórnum sem einstaklingar og samfélagið færa vegna þessa.

Undanfarin misseri hefur farið hátt hvernig stóriðjufyrirtækjunum tekst að komast hjá því að greiða skatta á Íslandi. Settur var losunarskattur á stóriðjufyrirtækin fyrir nokkrum árum,  en hann hefur síðan verið afnuminn.

Í umræðunni um stóriðjufyrirtækin hafa stóriðjumenn haft í flimmtingum að þeir sem hafa verið í nokkurri andstöðu við fjölgun þessara fyrirtækja vilja bara að íslendingar lifi á því að tína fjallagrös.

 Í helgar Mogganu sem ég sá fyrir tilviljun í dag er verið að hampa fólki fyrir að vera farið framleiða ýmiskonar verðmæti úr ýmiskonar íslenskum grösum. Ég las ekki greinina nákvæmlega, en ljóst er nú að þessi framleiðsla úr grösunum skilar ríkissjóði meiri tekjum en stóriðjan.

jurtakrem

Allar vel þróaðar þjóðir bæði lýðræðislega og í atvinnuháttum leggja mikla áherslu á traustan smáiðnað. Í þessum löndum er velmegunin jafnan mest og best. 

Það er vissulega löngu kominn tími til þess að hægja á starfsemi Landsvirkjunar.

Það er í raun miður, að Landsvirkjun hefur aldrei fengið eðlilegan arð af virkjunum sínum og skilað þjóðinni eðlilegum arði.

  • *
  • Það hefði skilað þjóðinni meiri arði að eiga þetta í góðum bönkum.
    *
  • Smáiðnaðurinn skilar miklu meiri arði til ríkis og þjóðar miðað við fjárfestingar í krónum talið, en stóriðjan skilar þjóðinni nokkurn tíma.
    *
  • Íslendingar hafa því miður litið þess í áratugi að fá til landsins erlenda aðila til að byggja upp stórfyrirtæki sem nærast á íslenskri náttúru og orku úr henni m.a. Á kostnað almennings.
    *
  • Á sama tíma hefur íslenskur samkeppnisiðnaður eins og ESB kallar hann verið drepinn með öllum tiltækum ráðum ráðamanna..

mbl.is Samningurinn skili 1,8 milljörðum árlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband