Að komast til botns í málunum.

  • Nú reyna framsóknarmenn að róta upp hverskyns rótarhnyðjum eins naut í

    flagi. Til að dreifa athygli kjósenda frá vandamálum Framsóknarflokksins sem

    situr nú uppi með ónýtan og ómarktækan formann.

Það er augljóst að almenningur vill að einkavæðing bankanna sé rannsökuð ofan í kjölinn. Ef það eru að koma fram skjöl um þetta mál sem skipta máli er eðlilegt að stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar Alþing­is skði þessi mál með þess hæfum aðilum sem njóta trausts í landinu.

Vigdís Hauksdóttir

Hefur umboðsmaður Alþing­is tilkynnt nú, að embættið búi yfir gögnum sem ekki voru tiltæk á sínum tíma og varða aðild þýska bank­ans Hauck & Auf­häuser Pri­vat­bankiers í kaup­um á hlut rík­is­ins í Búnaðarbanka Íslands árið 2003.

Það er auðvitað stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­in sem ákveður að gera tillögur í þessum efnum. 

Á nákvæmlega sama hátt og þegar nefndin ákvað að skoða hvernig bönkunum var skilað til þeirra kröfuhafa sem í raun áttu bankanna.

  • Vigdís Hauksdóttir virðist hafa eitthvað að óttast í þessum málflutningi. Ef eitthvað er bogið við seinni bankamálin væri það þegar upplýst.

Sem áhorfandi hefði ég talið eðlilegt að seinna bankamálið hefði verið skoðað betur. En það var auðvitað reginmunur á þessum bankamálum.  Fyrra málið byggðist á því að ákveðið var inni í skúmaskotum gömlu valdaflokkanna að selja gamla og rótgróna ríkisbanka. Það virðist hafa verið gert samkvæmt „helmingaskiptareglunni „ frægu. 

Seinni bankamálin snérist um það, að ríkissjóður sat skyndilega uppi með gríðarlega stór þrotabú þriggja banka sem almenningur eða ríkissjóður hafði ekki bolmagn til að eiga. Það hefði kostað skattgreiðendur óheyrilega mikið fé.

Framsóknarflokkurinn dylgjaði um þessi síðari bankamál af miklum móð fyrir tvennar kosningar og ásakaði hina og þessa ráðherra um að hafa gefið miklar eignir sem þjóðin átti að hafa átt. 

Ég hefði kosið að seinni bankamálin yrðu einnig skoðuð með jafn vönduðum hætti. Þannig að hreinsa mætti nöfn manna sem að þessum málum komu og hafa verið sakaðir um þjófnað.

„Hvenær er nóg nóg?“

Nýj­ar upp­lýs­ing­ar um þátt bank­ans

Þátt­taka bank­ans vek­ur spurn­ing­ar


mbl.is „Hvenær er nóg nóg?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband