Framsóknarmenn eru alltaf jafn seigir í her-manginu

  • Sérkennileg stjórnsýsla, en svo virðist sem utanríkisráðherrann sé einráður um að skuldbinda Ísland enn frekar við herveldið.
    *
  • Þetta gerir hún á meðan Alþingi þar sem hún er ekki kjörinn sem þingmaður, er í leyfi.

herþyrla 1

Eftirfarandi texti í frétt Rúv vekur athygli mína.
  • ,,Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna og íslensk yfirvöld ætla jafnframt að kanna aukið samstarf með hugsanlega sameiginlegum æfingum, þjálfunarstarfi og starfsmannaskiptum á sviðum eins og, en sem ekki einskorðast við, leit og björgun og neyðaraðstoð.
    *
  • Í yfirlýsingu kemur fram að utanríkisráðuneyti Íslands samþykkir áætlanir varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna um varnir Íslands þar sem hernaðarlegum úrræðum er beitt".
Svo virðist eftir orðanna hljóðan að mörlandinn eigi nú að taka virkan þátt í bröltinu.

Sameiginleg yfirlýsing um öryggis- og varnarmál (á íslensku) 

M.ö.o. til eiga að verða íslenskir hermenn. 

Einkum er þetta alvarlegt þegar eftirfarandi er haft í huga:

,,Mikilvægt að fram komi í fræðilegum gögnum um stöðu Íslands í Nató. Þá kemur fram eftirfarandi:

Ísland hefur enga sérstaka sérstöðu innan hernaðarbandalagsins nema að landið telst vera herlaust. En skyldurnar eru samt þær sömu.

,,Afganistan eða annars staðar á vettvangi átaka séu hermenn eða ekki. Samkvæmt alþjóðalögum sem fjalla um stríðsrekstur, eins og Genfarsáttmálunum, skiptast menn í tvo hópa: hermenn og almenna borgara.

Allir sem lúta heraga og herlögum og reglum eru hermenn hvort sem þeir sinna svokölluðum borgaralegum störfum eða ekki. Verkfræðingur sem byggir brýr fyrir her er hermaður".

Sigurjón Njarðarson segir í sinni meistararitgerð ekki vilja tala um blekkingar í þessu skyni en segir þarft að skýra umræðuna og að fólk horfi á hlutina eins og þeir raunverulega eru.

Þar breytir m.ö.o. ekki máli hvort þú gengur ekki með vopn á þér eða ekki. Verkfræðingur sem byggir brýr í þágu hernaðar er hermaður.

Læknar, prestar, félagsráðgjafar, sprenguleitarmenn og flugumferðarstjórar á vegum stríðsaðila eru hermenn. Einnig þeir sem eru á vegum stríðsaðila en fjarri helstu vígstöðvum.

Á Íslandi hefur því verið haldið fram af stjórnmálamönnum að íslendingar sem hafa sinnt slíkum störfum séu ekki hermenn. Hér er þetta hrakið.

  • Það er enginn fyrirvari við NATÓ sáttmálann í gildi


Almenn lýsing á sérstöðu Íslands, sett fram í hátíðaræðu er Bjarni Benediktsson flutti við inngöngu Íslands í Nató , hefur enga lögfræðilega eða þjóðréttarlega merkingu.

Ísland er aðildarríki NATÓ án fyrirvara með sömu réttindum og sömu skyldum og önnur NATÓ ríki.
RUV.IS

 
Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna og utanríkisráðuneyti Íslands hafa gefið út sameiginlega yfirlýsingu um samstarf á sviði varnarmála. Yfirlýsingin er viðbót við samkomulag sem undirritað var við bandarísk stjórnvöld haustið 2006 og rúmast…
RUV.IS
 

mbl.is Undirrituðu yfirlýsingu um varnarsamstarf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband