Er völlur grær og vetur flýr (Óðinn syngur í enskum vals takti )

  • Það má vel vera, að ég sé leiðinlegur og neikvæður

En það er staðreynd, að ég er fyrir löngu búin að fá gjörsamlega nóg af þessum fótbolta á RÚV. Það er allt þetta sjálfrennandi og innihaldslausa málæði sem fer verst með mig.

Einnig allar þessar myndir af bjórþambi íslendinga bæði í Frakklandi og hér í miðborginni þar sem ég ólst upp og öllum finnst svo rosalega jákvætt og skemmtilegt.

fótbolti

Myndirnar og viðtölin minna auðvitað á menningarbrag þann og smekk RÚV ásamt viðhorfum þegar það hampar ölvuðum ungmennum sem er á leið til eyja á þjóðhátíð.

Með ótal viðtölum í sjónvarpi og í útvarpi ár hvert.

Síðan koma fastar fréttir af nauðgunum næstu daga á eftir. Það er áberandi, að engin drykkjulæti fylgja kvennafótboltanum og hafa þó konurnar náð lenga en karlarnir.

  • Það er a.m.k. ekki láglaunafólk á Íslandi sem getur leyft sér að fara á fyllerístúr til Frakklands í nokkra daga til að horfa á boltaleik.
    *
  • Það er reyndar eins og sjálfur boltaleikurinn sé auka atriðið en sé það sem sameinar fólk í hópdrykkju gleðinni.
    *
  • Eru fréttamenn RÚV í París góðglaðir af öli?

Bjórdrykkja getur ekki verið fyrirmyndar fyrir ungmenni á Íslandi. Ég gæti vel ímyndað mér að kostnaður á mann í svona ferð halli í hálfa milljón á mann hjá mörgum.

  • Það má vel vera að ég sé fanatískur vegna þess, eins og ég segi.

    Fótbolti og bjórdrykkja eiga enga samleið.

Í gamla daga þegar ég var í þessum leik, sá maður allnokkra frábæra unga fótboltamenn fara algjörlega í vaskinn sem slíkir vegna víndrykkju.

Maður hefði auðvitað haldið þetta út og þolað ef ríkismiðillinn stillti þessari umfjöllun sinni í hóf, en svo er ekki, hann hefur greinilega dottið í það.

Nú hef ég ákveðið að bjóða frúnni eitthvað í snarl um kvöldmatar leitið þar sem maður getur verið laus við fóboltarausið.

En ég æfði fótbolta og spilaði í 4. og í 3. flokki þangað til ég datt út úr A - liðinu í 3. flokki. Sem var væntanlega vegna æfingarleysis þar sem var ég sendur í sveit til að þræla þrjú mikilvægustu sumrin til að ná tæknilegum árangri.

Í sveitina fór maður um 15. maí og til baka eftir fyrstu vikuna í október. Þörf landbúnaðarins stjórnaði kennslutíma grunnskólanna.

14 ára hætti ég að elta bolta og fór að elta aðra hluti sem náttúran bauð mér að gera með sama ákafa og ég elti fótbolta áður. Ég hef aldrei séð eftir þessri stefnubreytingu í lífinu.

En tveir af mínum fyrrverandi nemendum úr Fram eru varmenn í landsliðinu í París.

 
 

mbl.is Íslendingar í aðalhlutverki í París
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Brauð og leikar?  RÚV hefur bara gott af því að detta í það og svo er það alltaf góð hugmynd að bjóða frúnni út að borða.  :)

Kolbrún Hilmars, 3.7.2016 kl. 17:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband